„Breytir angri í yndisstund“

Kvæðakvöld Iðunnar
2016-01-19 22.49.44á Sólon Bistro – efri hæð.
miðvikudaginn 27. febrúar kl. 20:00

Húsið opnar Kl. 19:30

Styrktartónleikar – Hlutavelta
Aðgangseyrir 1.500 – Enginn posi

Sjá viðburð á fésbókinni.

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Athugasemdir

Fundur og kvæðalagaæfing í febrúar 2019

NÞjóðlagasveitin Skorsteinnæsti fundur hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni verður haldinn föstudaginn 8. febrúar kl. 20:00 og næsta kvæðalagaæfing verður miðvikudaginn 6. febrúar kl. 19:00

Að venju er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á febrúarfundinum og verður hún með þorrabrag.

Katelin Parsons flytur fyrirlestur sem hún nefnir Munnharpan:
Alþýðuhljóðfæri eða myndlíking? Fjallar hann um rímnakveðskap og
flutning hans á 17. öld.

Katelin er í doktorsnámi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands.

Þjóðlagasveitin Skorsteinn leikur nokkur lög. Meðlimir hennar eru:
Linus Orri Gunnarson Cederborg, Eggert Pálsson, Jamie McQuilkin, Joaquin Munoz – Cobo og Gunnar Haraldsson.

Undanfarna mánuði hefur Linus Orri unnið með lög úr íslenskri sönghefð og sett þau út fyrir ýmiss hljóðfæri ásamt vinum sínum úr Skorsteini og munu þeir frumflytja þau á fundinum.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið.

Samöngur: Tvísöngvar og þorralög. Bára Grímsdóttir stjórnar.

Eftirtaldir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla kvæðamannamótið og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zimsen.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Kvæðalagaæfingar og fundir Iðunnar fara fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sjá kort á ja.is og hér.

Söngvaka, Þjóðlagasamspil með kveðskap og Kvæðakvöld

Söngvaka verður þriðjudaginn 12. febrúar kl. 19:30  í Gröndalshúsi á horninu á Fischersundi og Mjóstræti, 101 Reykjavík.

Umsjónarmenn: Chris Foster og Linus Orri Gunnarsson Cederborg.

Þjóðlagasamspil með kveðskap verður fimmtudaginn 14. febrúar 20:00 á Bar Ananas á horninu á Grettisgötu og Klapparstíg.

Kvæðakvöld á Sólon, efri hæð verður miðvikudaginn 20. febrúar kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30.

Ýmsir kvæðamenn úr Iðunni koma fram, þar á meðal ein af jólastjörnum Björgvins Halldórssonar.  Ragnar Ingi Aðalsteinsson verður kynnir.

Hlutavelta og góðir vinningar. Aðgangseyrir 1.500 kr.

Allur ágóði fer í sjóð Iðunnar í tilefni af 90 ára afmæli félagsins og Degi rímnalagsins 15. septermber.

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Athugasemdir

2019 Janúarfundur, kvæðalagaæfing og söngvaka.

Spilmenn Ríkisins

Spilmenn Ríkisins

Næsti fundur hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni verður haldinn föstudaginn 11. janúar kl. 20:00 og næsta kvæðalagaæfing verður miðvikudaginn 9. janúar kl 19:00.  Að venju er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á janúarfundinum:

Sýnt verður viðtal við Lárus Björnsson bónda og kvæðamann í Grímstungu sem Grímur Gíslason tók fyrir tæpum 40 árum síðan.

Spilmenn Rikinis syngja og leika forna tónlist sem m.a. tengist nýju ári.

Einar Valgarðsson flytur ljóð eftir föður sinn Valgarð Egilsson.

Þuríður Guðmundsdóttir kveður vísur eftir ýmsa höfunda.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið.

Eftirtaldir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla kvæðamannamótið og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zimsen.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Kvæðalagaæfingar og fundir Iðunnar fara fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sjá kort á ja.is og hér.

Söngvaka verður þriðjudaginn 8. jan ATH kl. 19:30  í Gröndalshúsi á horninu á Fischersundi og Móstræti, 101 Reykjavík..
Umsjónarmenn: Chris Foster og Linus Orri Gunnarsson Cederborg.

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem | Athugasemdir

Söngvöku fréttabréf

Hér berst þér loks fréttabréf söngvökunar sem lofað var eftir hvern fund. Liðnar eru þrjár vel heppnaðar söngvökur og nú þegar við erum komin vel af stað getum við farið að prófa okkur áfram með að fá gesti til að kenna og fleira.

Annað kvöld ætlum við að mæta á þrettándabrennuna við Ægisíðu til þess að kveða og syngja og dansa saman. Á síðustu söngvöku var álfaþema og því erum við í góðri æfingu fyrir brennuna. https://www.facebook.com/events/1124935827685135/

Þema næstu söngvöku er upprifjun og ætlum við að fara yfir eitthvað af því sem að við lærðum í fyrra. Athugið að tímasetningunni hefur verið breytt og byrjar söngvakan nú klukkan 19:30. Hér fyrir neðan er listi yfir allt það sem við höfum lært hingað til og það sem að við ætlum að fara yfir sérstaklega er feitletrað fyrir þá sem vilja koma sér í gírinn og jafnvel undirbúa sig.

https://www.facebook.com/events/2025891931036807/

  1. Söngvaka 16. okt

Höldum gleði hátt á loft – tvísöngstemma

Ljósið kemur langt og mjótt – tvísöngur

Lækurinn – Tvísöngsstemma

Kláus – Tvísöngur

Systrakvæði – Sagnadans

Draumkvæði/Fagurt syngur svanurinn(útgáfa frá Didda fiðlu) – Sagnadans

  1. Söngvaka 13. nóvember

Lækurinn – tvísöngsstemma

Funi – tvísöngsstemma

Lifnar hagur hýrnar brá – tvísöngsstemma

Kláus – tvísöngur

Sumarkveðja – tvísöngur

Sjö sinnum það sagt er mér

Gunnarhildarkvæði – sagnadans

Systrakvæði – sagnadans

 

  1. söngvaka 11. des. Álfaþema

Gott er að koma á gleðifund – tvísöngstemma

Ekkillin frá Álfahamri – kvæði

Gilsbakkaþula

Ólafur Liljurós – sagnadans

Söngvöku er enn nú endi – tvísöngur

 

Hlökkum til að sjá ykkur á brennunni, á næstu söngvöku og svo aftur og aftur og aftur á árinu.

Linus Orri og Chris Foster

Þessi færsla er flokkuð undir Fróðleikur | Skilgreint sem | Athugasemdir

Samkveðskapur á þrettándabrennu

49857709_1561019697375431_6906283699453558784_nSamkveðskapur á þrettándabrennu, 6. janúar, Ægissíðu, Vesturbæ

Á þrettándabrennunni við Ægisíðu munu Ólafur Liljurós og Ekkillinn frá Álfahamri stýra dansi, söng og samkveðskap. Textar verða á staðnum og öllum velkomið að taka þátt.

Dagskrá hefst klukkan 18:30

Sjá einnig hér

Kvæðamannafélagið heldur söngvöku annan þriðjudag í hverjum mánuði í Andrými og á síðustu söngvöku var álfaþema til undirbúnings fyrir þrettándabrennuna. Næsta söngvaka er þriðjudaginn 8. janúar klukkan 19:30 á Bergþórugötu 20.

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem | Athugasemdir

Jólafundur 2018, kvæðalagaæfing, söngvaka og þjóðlagasamspil með kveðskap

edcaa326-d6c2-4185-8490-d956cc8ca64e_MSNæsti fundur hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni verður haldinn með jólalegum brag föstudaginn 7. desember kl. 20:00 og næsta kvæðalagaæfing verður miðvikudaginn 5. desember.  Að venju er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á desemberfundinum:

Terry Gunnell prófessor í þjóðfræði flytur erindi og segir frá því hvers konar hátíð jólahátíðin var til forna, hann ræðir m.a. um bakgrunn Grýlu og jólasveinanna og um erlenda ættingja þeirra.

Bára Grímsdóttir kveður brot úr Hyndlurímum eftir Steinunni Finnsdóttur og segir lítillega frá höfundinum.

Jólalögin óma. Jóhannes, Gréta Petrína og Iðunn Helga Zimsen og Þuríður Rósa Bjarkadóttir Yershova, en þau eru meðal fjögurra yngstu Iðunnarfélaganna, munu syngja og leika nokkur jólalög undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur. Þau munu einnig leiða samsöng.

Gunnar Straumland, hagyrðingur og kvæðamaður, flytur nýja og frumorta rímu af Leppalúða undirmálströlli.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið.

Eftirtaldir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla kvæðamannamótið og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zimsen.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Kvæðalagaæfingar og fundir Iðunnar fara fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sjá kort á ja.is og hér.

Söngvaka verður þriðjudaginn 11. desember kl. 19:00 í Andrými, Bergþórugötu 20.
Tvísöngvar, sagnadansar, þulur o. fl., meðal annars söngvar um álfa.
Umsjónarmenn: Chris Foster og Linus Orri Gunnarsson Cederborg

Þjóðlagasamspil með kveðskap verður fimmtudaginn 13. desember kl. 20:00 á Ananas Bar, Klapparstíg 38, á horninu á Klapparstíg og Grettisgötu.

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Athugasemdir

Rímnatónleikar á Kex hostel

Rímnatónleikar á Kex hostel

Sunnudaginn 25. nóvember 2018 kl. 16:00

Kvæðamannafélagið Iðunn stendur fyrir rímnatónleikum á Kex hostel næstkomandi sunnudag, 25. nóv. kl. 16.00.

Efnisskráin er á þessa leið:

Mansöngvar eftir Sigurð Breiðfjörð o.fl. úr Segulböndum Iðunnar, Íslandssaga fyrir byrjendur – 12. ríma eftir Kristján Hreinsson, sem fjallar um 20. öldina, fullveldisöldina, Ríma um glataða tíma  eftir Þórarinn Hjartarson og Ríma um nýja tíma eftir Hjálmar  Freysteinsson. Rímurnar eru báðar ortar 2018.

Flytjendur eru nokkrir kvæðamenn og konur úr Iðunni, þau: Bára Grímsdóttir, Ingimar Halldórsson, Linus Orri Gunnarsson Cedeborg, Pétur Húni Björnsson, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Rósa Jóhannesdóttir.

Hlutavelta, góðir vinningar,  1. vinningur Segulbönd Iðunnar.

Bókin fæst einnig á sérstöku tilboðsverði.

Þetta eru styrktartónleikar, allur ágóði rennur í ferðasjóð Iðunnar,  til að fara á Landsmót kvæðamanna á Akureyri 26. – 28. apríl 2019

Aðgangseyrir er 1.500 kr.

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem | Athugasemdir

Nóvember fundur og kvæðalagaæfing

MOUNTAIN DULCIMER_Jerry RockwellNæsti fundur hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni, verður  haldinn föstudaginn 9. nóvember kl. 20:00 og kvæðalagaæfingin verður laugardaginn 10. nóvember kl. 14:00.

Að venju er fjölbreytt dagskrá á nóvemberfundinum.

Gabriel Dunsmith leikur á Appalachian dulcimer, hljóðfæri frá Bandaríkjunum sem er skylt langspilinu. Hann mun einnig segja frá hljóðfærinu og sýna myndir.

Þórunn Sigurðardóttir rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum flytur erindið “Sálmar sem nytjalist á 17. öld”.

Þorvaldur Þorvaldsson kveður, meðal annars úr Rósarímum eftir Jón Rafnsson

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið.

Eftirtaldir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla kvæðamannamótið, tvísöngvar og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zimsen.

Athugið að kvæðalagaæfingin er að þessu sinni ekki á miðvikudegi heldur laugardegi, 10. nóvember  kl. 14:00 eins og áður segir og er fyrir börn, fjölskyldur þeirra og alla sem hafa gaman af að kveða með börnum.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Kvæðalagaæfingar og fundir Iðunnar fara fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sjá kort á ja.is og hér.

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Athugasemdir

Októberfundur og kvæðalagaæfing

Fyrsti félagsfundur vetrarins hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni, verður  haldinn föstudaginn 5. október og kvæðalagaæfingin verður miðvikudaginn 3. október.

Að venju er fjölbreytt dagskrá á októberfundinum.

Hildigunnur Einarsdóttir og Bergþóra Einarsdóttir flytja erindi um Einar Kristjánsson harmonikkuleikara og afa Hildigunnar. Tvöföld harmonikka var sérsvið hans og fá áheyrendur að heyra nokkur tóndæmi af leik hans. Árið 1979 gaf SG út hljómplötu þar sem Einar leikur 30 lög ásamt Garðari Jakobssyni fiðluleikara.

Úr haustferðinni. Á Sögusetrinu og er af yngsta ferðafélaganum honum Huldari.

Úr haustferðinni. Á Sögusetrinu og er af yngsta ferðafélaganum honum Huldari.

Sagt verður frá haustferð félagsins um Njáluslóðir, í bundnu og óbundnu máli, nokkrir kvæðamenn flytja.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið

Í lok dagskrár verður flutt þjóðlagatónlist og kveðskapur, flytjendur m.a. Linus Orri Gunnarsson Cederberg og Rósa þorsteinsdóttir.

Eftirtaldir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla kvæðamannamótið, samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zimsen.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Kvæðalagaæfingar og fundir Iðunnar fara fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sjá kort á ja.is og hér.

Eins og fram kom í síðasta fréttablaði Iðunnar, ætlar félagið  að brydda upp á nýjungum í vetur og hefja söngvökur á þriðjudagskvöldum einu sinni í mánuði, sem verða undir stjórn Chris Fosters, formanns þjóðlaganefndar, og Linusar Orra Gunnarssonar Cederborg og verða þær til húsa í Andrými á Bergþórugötu 20. Þar verða sungin og kennd ýmis þjóðlög t.d. tvísöngvar.

Athugið að þriðjudaginn 16. október kl. 19:00 verður fyrsta Söngvakan í Andrými,

Einnig ætlar Iðunn að hefja samstarf við Reykjavík – „trad session“ en þau eru með þjóðlagasamspil vikulega á fimmtudagskvöldum á Kaffihúsinu Stofunni, í kjallaranum, en það er til húsa á Vesturgötunni rétt ofan við hornið á Aðalstræti, þar sem „Fríða frænka“ var. Við stefnum að því að nokkrir Iðunnarfélagar komi fram með kveðskap og tvísöng einu sinni í mánuði. Fólki er þó líka velkomið að koma fram á öllum öðrum fimmtudagskvöldum. Fyrsta Þjóðlagasamspil með kveðskap verður fimmtudaginn 18. október kl. 20:00.

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Athugasemdir

Haustferð Iðunnar 2018

Haustferð Iðunnar laugardag 1. september

Úr síðustu haustferð en þá heimsóttum við Pál á Húsafelli

Úr síðustu haustferð en þá heimsóttum við Pál á Húsafelli

Haustferðin verður að þessu sinni farin á Hvolsvöll og Njálu-slóðir. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 9 að morgni og ekið sem leið liggur austur á Hvolsvöll. Við munum heimsækja Sögusetr-ið þar sem er einstök Njálusýning, kaupfélagssafn, líkan af Þingvöllum árið 1000 og Njálurefillinn sem verið er að sauma. Þar verður einnig boðið upp á súpu og brauð í hádeginu. Eftir hádegismatinn verður haldið í tveggja tíma ferð um Njáluslóð-ir undir leiðsögn hins Njálufróða Lárusar Ágústs Bragasonar. Við komuna aftur til Hvolsvallar verður Eldfjallamiðstöðin LAVA heimsótt. Þar er hægt að fá sér kaffi, en fólk getur líka valið að hafa með sér nesti. Eftir þá heimsókn verður haldið af stað í vesturátt og kvöldverður snæddur í Tryggvaskála á Sel-fossi. Þar vonumst við til að hitta vini okkar úr Árgala og kveða með þeim.

Fyrir kjötætur verður lambahryggvöðvi og lambarillette, gul-rótarmauk, hægeldað rótargrænmeti, rósmarín „pomme Anna“, gremolata og kryddjurtagljái í matinn, en brasseraður fennell og kinóa, sítrus confit, fennel mauk, grillað grænkál, gulrætur og möndlukrem fyrir grænkera, og súkkulaðimús, pistasíuís, ristaðar kókosflögur og jarðarber í eftirmat fyrir alla. Áætluð heimkoma er kl. 21.

Verð fyrir Iðunnarfélaga er 12.000 kr. og er þar innifalin rútu-ferð, hádegis- og kvöldmatur aðgangseyrir og leiðsögn.

Þátttaka tilkynnist Guðna Sig. Óskarssyni á netfangið gudnisigosk@gmail.com fyrir mánudaginn 27. ágúst.

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Athugasemdir