Félagsfundur og kvæðalagaæfing

Næsti fundur Iðunnar verður haldinn 5. október og að vanda verður kvæðalagaæfing miðvikudagskvöldið á undan, sem nú er þann 3. október.

Að venju er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á félagsfundinum og verða kveðnar stökur úr haustferðinni og úr ferðinni á Bragaþing í Húsavík.  Vísur eftir fyrrum formann félagsins Orm Ólafsson verða einnig kveðnar, en hann lést í sumar (blessuð sé minning hans).

Svo má nefna fasta dagskrárliði: skýrsla ritara, látinna félaga minnst, litla hagyrðingamótið, samkveðskap, kaffi og auðvitað gert að afla Skáldu.

Allir fundir og kvæðalagaæfingar félagsins hefjast stundvíslega kl 20:00 og lýkur kl 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt í Auglýsingar, Fréttir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar