Kvæðamaðurinn Ingimar Halldórsson

Arnþór Helgason mætir iðulega á Iðunnarfundi með upptökutæki sitt. Rímur.is, heimasíða Kvæðamannafélagsins Iðunnar hefur fengið góðfúslegt leyfi til að birta upptökur hans, en þessar upptökur sem birtast nú eru frá árinu 2009 og 2010 og hafa áður birst á Hljóðriti Arnþórs.

Ingimar Halldórsson fæddist á Akranesi árið 1945. Hann gekk í Kvæðamannafélagið Iðunni árið 1970 og hefur lengi verið einhver besti kvæðamaður þess.

Á aðalfundi Iðunnar 6. mars 2009 kvað hann nokkrar frumortar vísur. Notaður var Shure VP88 við þá hljóðritun.

 

Enn var Ingimar á dagskrá Iðunnarfundar föstudaginn 9. mars árið 2010. Í það skipti kvað hann vísur eftir Kristján Samsonarson og gerði í upphafi grein fyrir ævi þessa listfenga hagyrðings.

Notaðir voru tveir Sennheiser Me64 hljóðnemar.

 

Þessi færsla var birt í Fróðleikur og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar