Tvísöngur og kvæðalagahefðin í Vatnsdal

Námskeið í kveðskap og söng verður haldið í gömlu kirkjunni á Blönduósi
laugardaginn 17. nóvember frá klukkan 11 til 17. Á námskeiðinu læra
þátttakendur að kveða og syngja kvæða og tvísöngsslög sem tengjast Vatnsdalnum
og Húnavatnssýslum og fjallað verður um þessa sönghefð sem var mjög sterk í
þessum landshluta.

Kennari er Bára Grímsdóttir frá Grímstungu í Vatnsdal. Námskeiðshefti verður
dreift til þátttakenda. Skráning á námskeiðið er hjá Jóni Gíslasyni í síma 452
4077 og á netfangið info@vatnsdalur.is.

Námskeiðsverð er kr. 4.500. Innifalið er súpa og brauð í hádegi og kaffi.
Takmarkaður þátttakendafjöldi verður á námskeiðinu. Námskeiðið er öllum opið og
er haldið á vegum félagsins Landnám Ingimundar gamla, með styrk frá
Menningarráði Norðurlands vestra.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar