Kosningarímur 1912

Steindór Andersen kvæðamaður og fyrrum formaður Iðunnar er einna mestur kvæðamanna hér á landi. Hann hefur öðrum fremur hafið stemmuna til þeirrar virðingar sem henni ber innan íslenskrar menningar.

Á fundi Iðunnar, 5. Febrúar 2010, kvað hann úr kosningarímum séra Guðlaugs Guðmundssonar, prests á Stað í Steingrímsfirði, sem hann orti vegna kosningar sýslunefndarmanns, sem fram fór að Hrófbergi á Jónsmessunni 1912. Guðlaugur orti þessa rími í riddarasagnastíl til þess að spauga með þá sem að þessari kosningu stóðu.

Hljóðrit þetta er birt með samþykki Steindórs og Arnþórs Helgasonar sem sá um upptöku.

 

Sjá einnig: Kosningaríma 1912, eftir Guðlaug Guðmundsson

 

Þessi færsla var birt í Fróðleikur og merkt sem , , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar