Syngjum og kveðum í kaffihúsi Gerðubergs

Sunnudaginn 25. nóvember kl. 14-16 verður á dagskrá söngstund í Gerðubergi. Syngjum og kveðum kvöldsöngva er yfirskriftin að þessu sinni.

Gestum gefst kostur á að eiga saman góða stund, syngja og hlýða á söngva og sögu um fagurt sólarlag, kvöldvökur, rómantík og ævintýri í rökkrinu. Lögin eru blanda af íslenskum og erlendum alþýðulögum.

Umsjónarmenn eru Bára Grímsdóttir og Chris Foster.

Þeir sem koma fram að þessu sinni eru m.a. Róbert Marshall, Davíð Arnórsson systurnar Rumyana Þorbjarnarson og Veska Jónsdóttir frá Búlgaríu, og sagnakonan Rósa Þorsteinsdóttir

Gestir fá sönghefti með söng- og kvæðalögum fyrir fjöldasöng. Upplagt að taka börnin og barnabörnin með.

Chris Foster og Bára Grímsdóttir halda utan um söngstundirnar í samvinnu við Kvæðamannafélagið Iðunni og Menningarmiðstöðina í Gerðubergi.

Ókeypis aðgangur

Dagskráin fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

 

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar