Kvæðalagaæfing og jólafundur Iðunnar

Næsti fundur er jólafundur Iðunnar og verður haldinn 7. desember. Að vanda verður kvæðalagaæfing miðvikudagskvöldið á undan, sem nú er þann 5. desember.

Að venju er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á jólafundinum, en kveðnar verða jólavísur eftir Iðunnarfélaga, jólalög sungin í samsöng en einnig munu Bára Grímsdóttir og Chris Foster syngja vel valin lög. Þá mun Sverrir Tómasson segja frá Heilögum Nikulási og Ása Ketilsdóttir kvæðakona mun kynna ljóðabók sína. Svo má nefna fasta dagskrárliði: skýrsla ritara, litla hagyrðingamótið, samkveðskap, kaffi og auðvitað gert að afla Skáldu.

Allir fundir og kvæðalagaæfingar félagsins hefjast stundvíslega kl 20:00 og lýkur kl 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt í Auglýsingar, Fréttir og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar