Félagsfundur og kvæðalagaæfing

Næsti fundur Iðunnar verður haldinn 11. janúar og að vanda verður kvæðalagaæfing miðvikudagskvöldið á undan, sem nú er þann 9. janúar.

Að venju er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á félagsfundinum og má til dæmis nefna að  til okkar kemur Smári Ólafsson, en hann mun meðal annars fjalla um lög úr munnlegri geymd við Veronikukvæði og Barbörukvæði. Einnig mun hann fjalla um útsetningar sínar á þeim á nýjum geisladiski með Barbörukórnum og gefa tóndæmi.

Barbörukórinn var stofnaður vorið 2007 af Guðmundi Sigurðssyni, organista
Hafnarfjarðarkirkju, og nokkrum lærðum hafnfirskum söngvurum. Kórinn kemur
reglulega fram við helgihald í Hafnarfjarðarkirkju og víðar, auk tónleikahalds,
og er mikil áhersla lögð á flutning vandaðrar kirkjutónlistar. Á hljómdisknum
„Syngið Drottni nýjan söng“ má heyra sumar af dýrustu perlum íslensks
þjóðlagaarfs í smekklegum útsetningum Smára Ólasonar fyrir blandaðan kór með og án orgels. Flest laganna eru upprunnin á tímum gömlu kirkjutóntegundanna og
varðveitt í munnlegri geymd fram yfir miðja 20. öld. Með plötunni fylgir
vandaður bæklingur á þremur tungumálum sem greinir frá uppruna og tilurð
laganna í sögulegu og tónvísindalegu samhengi.

Samsöngur verður og sungin nokkur áramótalög. Þá munu Chris Foster og Rósa Þorsteinsson halda áhugavert erindi um Langspil og Scheitholt. Rósa Jóhannesdóttir og fleiri ætla að flytja n okkur þjóðlög. Svo má nefna fasta dagskrárliði: skýrsla ritara, litla hagyrðingamótið, samkveðskap, kaffi og auðvitað gert að afla Skáldu.

Allir fundir og kvæðalagaæfingar félagsins hefjast stundvíslega kl 20:00 og lýkur kl 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar