Félagsfundur og kvæðalagaæfing

Næsti fundur Iðunnar verður haldinn föstudaginn 5. apríl og að vanda verður kvæðalagaæfing miðvikudagskvöldið á undan, sem nú er þann 3. apríl

Að venju er fjölbreytt dagskrá á félagsfundinum og nefna má að Kristján Eiríksson mun halda tölu um Gísla Ólafsson kvæðamann og skáld frá Eiríksstöðum. Þá mun Ragnheiður Ólafsdóttir segja frá Doktorsritgerð sinni, sem fjallar um Kvæðamannafélagið Iðunni og mun leggja sérstaka áherslu á kvæðamennskuna. Ingimar Halldórsson mun kveða nokkrar vísur og þjóðlagadúettinn Funi flytja tóndæmi af nýjum diski sínum Flúr, en Iðunnarfélagarnir Bára Grímsdóttir og Chris Foster skipa þann skemmtilega dúett.

Svo má nefna fasta dagskrárliði: skýrsla ritara, litla hagyrðingamótið, samkveðskap, kaffi og auðvitað gert að afla Skáldu.

Allir fundir og kvæðalagaæfingar félagsins hefjast stundvíslega kl 20:00 og lýkur kl 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar