Dúllaradagur á Prikinu, Bankastræti 12

Laugardaginn 20. apríl 2013, kl. 16 – 18 verður dagskrá á Prikinu, Bankastræti 12 í Reykjavík helguð minningu Guðmundar dúllara á 100 ára dánardægri hans.
Dagskráin er haldin á vegum Dúllarafélagsins, sem er félagsskapur áhugamanna um verk og minningu Guðmundar Árnasonar dúllara.
Erindi og innlegg:
Einar Árnason hagfræðingur
Þórarinn Eldjárn rithöfundur
Sigurður Sigurðsson dýralæknir
Smári Ólason tónlistarmaður
Þórólfur Árnason verkfræðingur
Kynnir er Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona
Guðmundur Árnason f. 7. júlí 1833, d. 20. apríl 1913 var þekktur fyrir dúllið, þar sem hann sönglaði eða söng lög með all sérstæðum hætti. Hann lét eftir sig nokkur rit þar sem hann segir frá ævi sinni og „reisum“ sínum um landið. Þekktur er kafli í ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar þar sem hann segir frá föðurbróður sínum Guðmundi.
Guðmundur dúllari fjármagnaði að hluta byggingu Bankastrætis 12, þar sem Prikið er nú til húsa. Það ræður staðsetningu þessa viðburðar.
Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar