Bragaþing í ágústlok

Árlegt mót hagyrðinga verður haldið í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra laugardagskvöldið 31. ágúst.

Samkoman verður sú 25. í röðinni, en nú er ár Austfirðinga. Þorsteinn á Unaósi leiðir undirbúninginn og liðsmenn stökunnar og hagyrðingar eru hvattir til þátttöku með því að hringja í Fjarðarborg 472-9920 og tilkynna sig í veisluna sem kostar 6.500 krónur á mann.

Ýmsir gistimöguleika eru á Borgarfirði og mjög áhugavert að skoða glæsilega síðu þeirra: http://www.borgarfjordureystri.is/um-borgarfjord

Álfheimar – ferðaþjónusta býður góðan pakka: Gistingu eina nótt fyrir 2 í herbergi m/baði og morgunverð á 15.000 en tvær nætur kosta 25 þús. Bókun er á info@elftours.is eða hringjum í Arngrím Viðar í 861-3677

Hittumst á Borgarfirði. Bestu kveðjur frá ritara söngskrár Inga Heiðmari Jónssyni gsm. 8652586

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar