Beiðni frá Grindavík

Beiðni hefur borist frá Grindavík, nánar tiltekið frá Grétari þeim sem rekur Bjarmahúsið. Hann óskar eftir að fá góða kvæðamenn til að kveða rímur í Bjarmahúsinu í Grindavík laugardagskvöldið 7. sept.

Honum var reyndar bent á að þennan dag eru Iðunnarfélagar í haustferð og þess því ekki að vænta að þeir kveði það kvöld suður í Grindavík en þessu er hér með komið á framfæri ef einhver kvæðamaður, sem ekki ætlar í haustferðina, sæi sér fært að kveða fyrir þá Grindvíkinga.

Með bestu kveðjum Ragnar Ingi Aðalsteinsson

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar