Félagsfundur og kvæðalagaæfing

Næsti fundur Iðunnar verður haldinn 10. janúar og að vanda verður kvæðalagaæfing miðvikudagskvöldið á undan, sem nú er þann 8. janúar.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er á félagsfundinum, en að þessu sinni mæta Bára Grímsdóttir og Chris Foster og flytja nokkur lög. Auk þess ætlar Bára að kenna tvísöngslag og rifja upp hið stórskemmtilega tvísöngslag Ó mín flaskan fríða.

Rósa Jóhannesdóttir verður með tónlistaratriði, en einnig verður samsöngur þar sem sungin verða áramóta og álfalög.

Svo má nefna fasta dagskrárliði: skýrsla ritara, látinna félaga minnst, litla hagyrðingamótið, samkveðskapur, kaffi og auðvitað gert að afla Skáldu.

Allir fundir og kvæðalagaæfingar félagsins hefjast stundvíslega kl 20:00 og lýkur kl 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt undir Auglýsingar. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar