Landsmót kvæðamanna á Siglufirði 2014

Búið er að ákveða dagsetningu Landsmótsins – það verður haldið á Siglufirði síðustu helgina í marsmánuði, 28. – 30. mars. Á föstudagskvöldinu verða tónleikar með þeim félögum Steindóri Andersen og Hilmari Erni (Stafnbúi), á laugardeginum verða námskeið í boði og um kvöldið er svo kvöldvakan með tilheyrandi veislumat, kúta-kveðskap og fjöri. Á sunnudagsmorgni verður aðalfundur Stemmu.

Til að auðvelda skipulag og samnýtingu bifreiða, þá mælum við með að fólk setji inn athugasemdir við þessa frétt hér fyrir neðan, þ.e. ef þið hafið laust pláss eða ef ykkur vantar far (sjá boxið færðu inn athugasemd). Athugið að fyrst þegar þið setjið inn athugasemd þá getur verið að hún birtist ekki strax – en ekki láta hugfallast hún ætti að birtast fljótlega.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

1 Response to Landsmót kvæðamanna á Siglufirði 2014

  1. hoskibui sagði:

    Laust er fyrir tvo á Siglufjörð – hafið samband við Ragnar Inga í síma 895-8697 ef þið hafið áhuga á fari

Skildu eftir svar