Þórður Valdimar Marteinsson kvæðamaður Siglunesi

Þórður Valdimar Marteinsson frá Siglunesi á Barðaströnd var góður kvæðamaður, en hann byrjaði að kveða mjög ungur. Hann lærði mest af afa sínum Gísla Marteinssyni frá Siglunesi, en einnig kváðu faðir hans og föðurbróðir töluvert. Þórður fæddist 6. apríl 1932 á Siglunesi á Barðaströnd og lést árið 2008.

Nokkurt magn hljóðrita er til af Þórði að kveða á Ísmús.

Hér fyrir neðan kveður hann formannavísur, sem faðir hans orti við stemmu Natans Ketilssonar og margir kannast við í flutningi Kjartans Ólafssonar fyrrum formanns Iðunnar (sjá lagboða 47). Munurinn á þessum tveimur útgáfum hefur stundum verið notaður til að sýna muninn á því að kveða og syngja, en hér kveður Þórður myndarlega.

Upptaka þessi var gerð af Jóni Samsonarsyni og Helgu Jóhannsdóttur í ágúst 1970.

 

Þessi færsla var birt í Fróðleikur og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar