Heiðmerkurferð 2014

Sunnudagskvöldið 15. júní, ætla Iðunnarfélagar að fara í flokkum og virða fyrir sér það afrek sem félagsmenn hafa unnið í trjárækt við Grunnuvötn í Heiðmörk.

Ekkert gjald verður tekið af skógarmönnum frekar en venjulega en mælt er með að sem flestir hafi með sér nesti og nauðsynjar. Mæting er klukkan 20:00 við Maríuhella. Þaðan fara menn svo saman á þeim bílum sem eru hærri til hnésins. Maríuhellar eru rétt innan við hliðið að Heiðmörk – því sem snýr að Vífilsstöðum. Sjá t.d. þetta kort af svæðinu.

Þótt sniðugt sé að skrá sig í ferðina á fésbókinni, þá er það ekki nauðsynlegt.

Ýmsar myndir úr ferðum síðustu ára:

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

3 Responses to Heiðmerkurferð 2014

 1. Sæl þið i Iðunni, það rifjast upp fyrir mér gömul spurning sem er búinn að liggja lengi a mér en það er að spirja Sigurð Sigurðsson Dyralæknir um hvort hann kanist við að hafa heirt um að það hafi verið til Reykjavallastemma og þá ættuð frá Reykjavöllum i Lytingsstaðahrepp (fyrrum) i Skagafirði og ef svo er þá hefur hann kanski sungið hana við rettarvegginn i Stafsrett i Svartardal einhver timan með Pétri Pálmasyni frá Reykjavöllum. Gaman væri að vita hvort Sigurður gæti staðfest þetta.
  Kv.Sighvatur D Sighvatz áhugamaður um kveða söng.

  • Ég man eftir að hafa kveðið með Pétri Pálmasyni á Reykjavöllum við vegg Stafnsréttar fyrir löngu, líka í kaffistofunni (,,nautnastofunni“), sem er hjá Stafnsrétt. Ef ég man rétt, var Guðmundur frá Brattahlíð í stofunni og dreypti á okkur af því sem ódrukkið var af undanreiðarmiðinum.
   Líklega kenndi Pétur eina stemmuna, sem við kváðum, við heimabyggð sína eða jafnvel við Stafnsrétt. Ég þekkti stemmuna en ekki að hún væri kennd við sveitina. Mig minnir að vísan, sem Pétur vildi kveða, hafi verið um Stafnsrétt og líklega eftir Gísla frá Eiríksstöðum.
   Stemman þessi er nr 3 í Silfurplötum Iðunnar.

   Lagboðinn er:
   ,,Ef á borðið öll mín spil,
   ætti ég fram að draga,
   held ég yrðu skrýtin skil
   á skuldum fyrri daga.“

   Ef við skrifun stemuna með bókstöfum, er það svo:

   1) g,g,a,g,g,g,g, – 2) f,f,e,d.d.d
   3) g,g,a,g,g,g,g, – 4) f,f,e,d,d,d

   Stemman, sem er einföld vinnur á við kynningu. Hana kenndi Björn Friðriksson frá Bergsstöðum á Vatnsnesi, en stemman er kennd við Árna Árnason gersemi. Vísan er eftir Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum

   • Takk kærlega fyrir þetta ja Svartárdalurinn gat verið mjög langur þegar lagt var i heimferð úr Stafsrett á gamla Ford og þá stendur alltaf uppúr söngstoppið ef svo má að orði komast hjá Valtír i Brattahlíð en það var mikil upplifun fyrir 12 ára gutta að koma inní torfbæ sem enn var búið í.

Skildu eftir svar