Haustferðin 2014

Laugardaginn 6. september næstkomandi ætla félagar Kvæðamannafélagsins Iðunnar í sína árlegu haustferð.

Að þessu sinni förum við meðal annars til Grindavíkur og þaðan austur með suðurströnd Reykjanessins. Þar verður komið við í Krýsuvík (þar er margt forvitnilegt að skoða). Við skoðum meðal annars Strandarkirkju og komum við á Eyrarbakka. Einnig er stefnt að því að fara svo á Þingvöll og borða þar einhvers staðar.

Nánari útfærsla kemur seinna þegar búið er að fara betur í saumana á þessu, en við hvetjum fólk til að taka laugardaginn 6. september frá – því þá verður gaman.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar