Nánar um haustferðina

Laugardaginn 6. september næstkomandi ætla félagar Kvæða­mannafélagsins Iðunnar í sína árlegu haustferð. Lagt verður af stað með rútu frá BSÍ klukkan 9:30.

Komið verður við í Kapelluhrauni og Barbörukvæði sungið, en svo verður kíkt í Poppminjasafnið í Keflavík. Hádegismatur verður snæddur á Bryggjunni í Grindavík, en þar verður meðal annars  boðið upp á súpu með  brauði og kaffi.

Á Selatöngum

Sigrún Franklín mun hitta hópinn eftir hádegi og ganga með honum að Selatöngum. Kveðnar verða rímur af Suðurnesjum þegar tækifæri gefst. Komið verður við í Krýsuvík en þar verður boðið upp á kaffi og pönnukökur, auk þess munu staðarhaldarar sýna okkur staðinn og síðan ekið áleiðis  í Strandarkirkju.

Við munum einnig heimsækja Guðjón Kristinsson myndlistarmann og tréskurðameistara, en hann býr rétt hjá Selfossi og endum loks dagskránna á veitingastaðnum Hafinu Bláa, við Selfoss, en þar verður í boði humarsúpa í forrétt, lambafille í aðalrétt og heit eplakaka með rjóma í eftirrétt.

Samtals mun allt þetta kosta eingöngu 7550 kr.

Hafið með hlífðarföt og skó við hæfi, ritblý fyrir vísur og ferðaskap gott.

Við hvetjum alla til að skrá sig annað hvort hjá Báru Grímsdóttur (baragr@visir.is /sími 694-2644) eða hjá Höskuldi Búa (hoskibui@gmail.com /sími 892-2958) sem allra fyrst, enda verður þetta stórkostleg skemmtun eins og venjulega.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar