Landsmót kvæðamannafélaga 2015

Dagana 13. til 15. mars 2015 verður haldið á Siglufirði landsmót kvæðamannafélaga. Þar verður margt til skemmtunar og fróðleiks, námskeið, rímnakveðskapur, dans, söngur og margt fleira. Stjórnin er þessa dagana að undirbúa hópferð norður á mótið og er hér með auglýst eftir þátttöku. Unnið er að því að hægt verði að bjóða upp á fría rútuferð og jafnvel að gisting á staðnum verði niðurgreidd fyrir Iðunnarfélaga.

Við lofum ofurskemmtilegri ferð.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar