Þorrafundur með Einari Ben og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn 6. febrúar. Það er þorrafundur og til minningar um Einar Benediktsson skáld. Kvæðalagaæfing verður miðvikudagskvöldið á undan, sem nú er þann 4. febrúar.

Bára Grímsdóttir, Sigurður Sigurðarson, Rósa Jóhannesdóttir og Njáll Sigurðsson munu kveða vísur og kvæði eftir Einar Ben. Árni Heimi Ingólfsson leikur íslensk þjóðlög í útsetningu Jóns Leifs. Hann ræðir einnig um þjóðlagasöfnun Jóns Leifs og samskipti þeirra Einars. Þá mun Kristján Jóhann Jónsson flytja erindi sitt um Einar Ben. Ýmislegt annað verður á dagskrá ef tími gefst.

Svo má nefna fasta dagskrárliði: Skýrslu ritara, litla hagyrðingamótið og samkveðskapinn og að lokum verður gert að afla Skáldu.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast klukkan 19:00, en félagsfundir hefjast kl 20:00 og lýkur kl 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt undir Auglýsingar. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar