Af Kvæðakvöldi Iðunnar 2015

Rósa Jóhannesdóttir, Ingimar Halldórsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Bára Grímsdóttir, Pétur Húni Björnsson, Þórarinn M. Baldursson og Ása Ketilsdóttir

Þann 10. febrúar síðastliðinn efndu kvæðamenn Iðunnar til Kvæðakvölds sem haldið var á Kaffi Rósenberg. Það var einstaklega vel heppnað, en fram komu úrvalskvæðamenn, þau Ása Ketilsdóttir, Bára Grímsdóttir, Ingimar Halldórsson, Pétur Húni  Björnsson, Rósa Jóhannesdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir og Þórarinn Már Baldvinsson. Kynnir var Ævar Kjartansson. Meðal annars voru flutt gamanmál eftir þekkt skáld og  hagyrðinga, þ. á m. Bjarka Karlsson, Helga Zimsen og Þórarin  Má Baldursson

Einnig var hlutavelta með mörgum spennandi vinningum.  Allur ágóði rann svo í ferðasjóð Iðunnarfélaga sem fara á landsmót kvæðamanna sem verður haldið á Siglufirði 6. – 8.
mars.

Við ætlum að birta nokkrar upptökur af Kvæðakvöldinu og byrjum á Rósu Jóhannesdóttur annars vegar og Þórarni M. Baldurssyni hins vegar. Fleiri upptökur birtast vonandi á næstu dögum. Njótið:

Rósa Jóhannesdóttir kveður vísur eftir Helga Zimsen og fleiri

Þórarinn Már Baldursson kveður eigin vísur

 

Þessi færsla var birt í Fróðleikur og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar