VAKA — Þjóðleg listahátíð á Akureyri

Við vorum beðin um að auglýsa þessa frábæru hátíð sem haldin verður á Akureyri 10.–13. júní 2015

Viltu hlýða á Króka-Refs rímur, spila fiðlutónlist frá Skotlandi, reyna þig í riverdance, læra að syngja íslenskan tvísöng eða einfaldlega hlýða á frábært tónlistarfólk víða að úr veröldinni?  Komdu þá á Vöku, þjóðlega listahátíð á Akureyri 10.-13. Júní.

Hátíðarkort 7.500/6.500*

Á Vöku verður boðið upp á stórkostlegt úrval af alþýðulist: tónlist, söng og kveðskap, dans og handíðir frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Englandi, Skotlandi, Wales, Ástralíu og Armeníu. Hátíðin stendur í fjóra daga þar sem verður spilað, sungið og dansað frá morgni til miðnætursólar.

Komdu til Akureyrar í júní og taktu þátt í fjörinu!

Á Vöku er stefnt að því að bjóða upp á eitthvað fyrir alla. Dagskrána í heild sinni er hægt að skoða bæði á íslensku og ensku á heimasíðu hátíðarinnar www.vakafolk.is þar sem einnig má nálgast upplýsingar um miðaverð og kaupa miða.

Aðgöngumiðar: Allar upplýsingar um miðaverð, bæði á alla hátíðina og einstaka viðburði er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.vakafolk.is.

* Afsláttur er veittur fyrir nema, eldri borgara, öryrkja og atvinnuleitendur. Á síðunni er líka hægt að kaupa miða.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar