Heiðmerkurferð 2015

Mánudagskvöldið 15. júní, ætla Iðunnarfélagar að hittast í gróðurreit
félagsins  við Grunnuvötn í Heiðmörk.

Í tilefni af því að 25 ár eru síðan að Magnea Halldórsdóttir lagði til að Iðunnuarfélagar myndu hefja skógrækt, verður  settur upp skjöldur í lundinum þar
sem saga skógræktar Iðunnar er sögð í stuttu máli. Minnst verður þeirra er
ýttu verkefninu  úr vör með dagskrá flutt í tali og tónum af kvæðamönnunum
Steindóri Andersen, Báru Grímsdóttur, Ingimari Halldórssyni og Njáli
Sigurðssyni. Það verður einnig sögustund með Magneu Einarsdóttur.
Rímnalögin munu hljóma í samkveðskap undir fuglasöng.

Mælt er með að fólk hafi með sér nesti og nauðsynjar. Mæting er klukkan
20:00 við Maríuhella. Þaðan fara menn svo saman á þeim bílum sem eru hærri
til hnésins. Maríuhellar eru rétt innan við hliðið að Heiðmörk – því sem
snýr að Vífilsstöðum.

Sjá t.d. þetta kort af svæðinu.

Hér er svo kvæðahefti fyrir samkveðskap sem félagar eru beðnir að prenta
út og taka með sér: Samkveðskapur Heiðmörk ’15

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar