Haustferð Iðunnar 5. september 2015

Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 08:00 og ekið sem leið liggur til Eyrarbakka. Þar verða söfn skoðuð og gengið um staðinn undir leiðsögn. Hádegismatur (humarsúpa og brauð) verður snæddur á veitingastaðnum Við fjöruborðið á Stokkseyri. Áfram verður ekið austur að Þjórsá og staldrað við við Urriðafoss, en síðan ekið upp Landveg og niður Þjórsárdal. Á leiðinni verður nestisstopp á vel völdum stað, þannig að ferðalangar þurfa að hafa með sér síðdegisnesti. Heimleiðin liggur svo um Flúðir og Reykholt með viðkomu í gróðurhúsi. Boðið verður upp á hlaðborð með lambakjöti og kjúklingum í veitingahúsinu Eldhúsinu á Selfossi um kl. 19:00 og áætlað að koma aftur að BSÍ um kl. 21:30.

Verð er 8.000 kr. og í því er innifalið rúta, hádegis- og kvöldmatur, leiðsögn um Eyrarbakka og Stokkseyri og aðgangseyrir að söfnum.

Þátttaka tilkynnist til formanns ferðanefndar, Guðna Sig. Óskarssonar, í netfangið gudnisigosk@gmail.com eða í síma 8461604, fyrir 1. september.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar