Októberfundur og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 9. október og verður kvæðalagaæfing miðvikudagskvöldið á undan, þann 7. október.

Ýmislegt verður á dagskránni á fundinum. Meðal annars má nefna kveðskap ungu kynslóðarinnar, en Gréta Petrína og Iðunn Helga Zimsen munu kveða nokkrar vísur. Ekki er loku fyrir það skotið að Jóhannes Jökull og/eða aðrir fjölskyldumeðlimir kveði líka.

Þá verður Steindór Andersen gerður að heiðursfélaga og Ragnar Ingi Aðalsteinsson mun fræða fólk um bragfræði. Guðni Óskarsson mun segja frá haustferðinni og Magnea Einarsdóttir og Þuríður kveða vísur úr sömu ferð.

Svo má nefna aðra fasta dagskrárliði: Skýrslu ritara, látinna félaga minnst, litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið og samkveðskapinn og að lokum verður gert að afla Skáldu.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast klukkan 19:00, en félagsfundir hefjast kl 20:00 og lýkur kl 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

 

 

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar