Viðtal við Báru Grímsdóttur formann Iðunnar

Um síðustu helgi birtist gott viðtal við Báru Grímsdóttur í Fréttatímanum og meðal annars birt myndbrot af síðasta félagsfundi. Hér er smá brot úr viðtalinu:

…Ég hef í gegnum tíðina kveðið mikið en þá eru það oftast vísur eftir aðra. Pabbi var aftur á móti rosalega góður í að setja saman vísur og var alveg svakalega snöggur að því. Ég man þegar vinir mínir voru að koma í heimsókn þá fann pabbi alltaf eitthvað fyndið til að yrkja um. Mamma var líka farin að setja saman vísur þó hún hafi verið dálítið lengur að því en hann. Svo voru þau stundum að yrkjast á. Kveðskapurinn hefur alltaf skipt mig miklu máli og ég fór aldrei í gegnum tímabil þar sem mér þótti þetta hallærislegt. Ég fór í gegnum ýmis tímabil og var meðal annars pönkari með svart og hvítt hár og hlustaði á allskyns rokk og popp en á sama tíma var ég að fara niður í útvarp með mömmu að kveða. Reyndar höfðu vinir mínir ekkert við þetta að athuga. Mér hefði líka verið alveg skítsama þó einhverjum öðrum þætti það ekki nógu flott. Ég missti aldrei áhugann.

Hægt er að lesa viðtalið í heild hérna: Hefur aldrei þótt hallærislegt að kveða

Þessi færsla var birt í Fróðleikur og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar