Nóvemberfundur og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 6. nóvember og verður kvæðalagaæfingin að þessu sinni breytt í barna- og fjölskylduæfingu sem haldin verður laugardaginn 7. nóvember en stílað verður upp á hún henti barna- og fjölskyldufólki.  Sagt verður nánar frá henni á félagsfundinum. Annað óhefðbundið er að efri hæðin verður í notkun og því verður félagsfundurinn haldinn í Háholti á jarðhæðinni.

Ýmislegt verður á dagskránni á félagsfundinum. Meðal annars má nefna að Gunnsteinn Ólafsson tónskáld mun segja frá Barnaóperunni Baldursbrá sem hefur fengið frábæra dóma. Svo ætlar Guðný Guðmundsdóttir að flytja vísur af Suðurlandi.

Þá má nefna að  Ragnar Ingi verður með bragfræðihorn sitt og Magnea Einarsdóttir mun kveða vísur úr haustferð Iðunnar.

Svo má nefna aðra fasta dagskrárliði, sem vekja alltaf gleði: Litla hagyrðingamótið verður vel mannað að venju sem og litla kvæðamannamótið. Samkveðskapur verður á sínum stað og gert að afla Skáldu.

Athugið að kvæðalagaæfingin að þessu sinni verður eins og áður segir óhefðbundin og hefst kl 14:00, laugardaginn 7. nóvember. Félagsfundur verður á hefðbundnum tíma kl 20:00 og lýkur kl 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.