Rósa kveður vorvísur Sigmundar

Á síðasta félagsfundi Iðunnar kvað Rósa Jóhannesdóttir lystilega góðar vorvísur eftir Sigmund Benediktsson. Þess má geta að vísurnar hafa áður birst í bókinni Meðan stakan mótast létt og þá í aðeins annarri röð og úr tveimur rímum.

 


Úr Vorvísum

Lyftist blað og lundin rís,
ljósið hvað eitt nærir.
Himinglaða glóðadís
geislabaðið færir.

Lýsir ála ljósið hlýtt,
léttist mál og sporið,
inn í sálu andar nýtt
yndis þjála vorið.

Vindar þeysa vítt um svið,
veröld reis til muna.
Nú er geysi gaman bið
glaða leysinguna.

Úr Vorfögnuði

Geisla artin leggur lið,
lífið skarti borið
Öll af hjarta elskum við
yndis bjarta vorið.

Þessi færsla var birt í Fróðleikur og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar