Landsmót Stemmu 2016

Landsmót landssamtaka kvæðamanna verður haldið á Egilsstöðum 22.- 24. apríl.

Lagt verður af stað 21. apríl frá BSÍ kl. 12.00 á hádegi og gist í Hofsósi, þ.e. þeir sem fara með 16 manna rútunni sem Iðunn leigir. Ef fleiri vilja far á vegum Iðunnar verður leigður annar bíll eða samið við bíleiganda um að taka þá sem eru umfram sextán og Iðunn greiðir. Þeir myndu þá fara til Siglufjarðar og gista þar á Eyrargötu 16, gegn frjálsu framlagi eða beint til Akureyrar þar sem félagar í Gefjun eru tilbúnir til að skjóta skjólshúsi yfir þá. Lagt verður af stað frá Hofsósi um hádegi.

img_1862Gist verður á Gistihúsinu Egilsstöðum (Egilsstaðabærinn). Öll dagskráin fer fram þar.

Dagskráin:

Föstudagur: Kvæðatónleikar kl. 20.30 Flytjendur frá ýmsum kvæðamannafélögum.

Laugardagur: Námskeið og sameiginlegar máltíðir.

Bragfræði rímna: 9:00-12:00 og 13:00-14:00. Kennari: Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Farið í grunnatriði / verklegt

Hádegismatur kl. 12:00-13:00 Sjávarréttarsúpa með rækjum og lúðu og kókos. Nýbakað brauð og aioli.

Tvísöngvar: 13:00-14:00 – Kennari: Guðrún Ingimundardóttir

Rímnalögin: 14:00-17:00 – Kennari: Bára Grímsdóttir. Kvæðalög kennd. Stílar og skreytingar.

Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka: kl.19.00–23.30

Aðalréttur: Lamba innralæri og hægeldaður frampartur með rófumauki, sveppagratíni, nýpum, gulrótum og rósmaríngljáa.

Eftirréttur: Mozaik súkkulaðikaka, með hvítu súkkulaðikremi og ferskjusorbet.

Sunnudagur: Aðalfundur Stemmu – Landsamtaka kvæðamanna kl. 9:30-11:30.

Hádegismatur kl. 11:30-12:30 og kveðjustund. Íslensk kjötsúpa og nýbakað brauð.

Heimferð kl. 12.30

Verð fyrir þátttöku á mann:

1.000 kr. gisting á Hofsósi

14.500 kr. tvær nætur í tveggja manna herbergi á mann með morgunmat í Gistihúsinu Egilsstaðir

21.800 kr. tvær nætur í eins manns herbergi

3.980,- kr. báðir hádegisverðir

Hátíðarkvöldverður, verð: 5.990 kr.

Fólk sem hefur fæðuofnæmi er beðið um að láta vita af því við skráningu. Iðunn greiðir niður ferðakostnað þátttakenda. Þeir mega einnig reikna með að þátttökugjald verði greitt niður um kr. 3-5.000.

Námskeiðsgjald er ekkert.

Rósa Þorsteinsdóttir tekur við skráningum á netfangið: rosat@hi.is og í síma 8470870

Lokadagsetning skráningar er 7. apríl.

Þeir sem skrá sig eftir 7. apríl geta ekki búist við að fá far á vegum Iðunnar eða niðurgreiðslu þátttökugjalda.

Þessi færsla var birt undir Auglýsingar. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar