Málþing Boðnar, rímnahefðin

Árlegt málþing Óðfræðifélagsins Boðnar verður haldið föstudaginn 15.
apríl kl. 13.00–16.30 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, stofu 050. Þema
þingsins að þessu sinni er íslenska rímnahefðin fyrr og nú.

Dagskráin er sem hér segir en ítarlegri dagskrá með útdráttum er að
finna í meðfylgjandi viðhengi.

13:00 Málþing sett

13:15 Bjarki Karlsson: Kerfisfræði rímnahátta: Söguleg þróun og vannýtt
tækifæri

13:45 Eva María Jónsdóttir: Þrjár gerðir rímna af Gretti Ásmundarsyni

14:15 Helgi Skúli Kjartansson: Grímur og Gautur: Búarímur sem svar við
Pétri Gaut?

14:45 Rósa Þorsteinsdóttir: „Það vill heldur djassinn …“:
Rímnakveðskapur á síðustu öld

15:15 Kaffihlé

15:30 Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir: Hvernig lín breytist í morðara: Um
rímurnar af Mábil sterku og munnlega geymd þeirra.

16:00 Þórarinn Eldjárn: Er hægt að yrkja nútímarímur í alvöru?

16:30 Málþingi slitið

Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir

Sjá einnig auglýsingu í Pdf skjali hér fyrir neðan:

bodnarthing_auglysing

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar