Desemberfundur Iðunnar og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 9. desember og kvæðalagaæfingin verður miðvikudaginn 7. desember.

Að venju er fjölbreytt dagskrá.

Steinunn Jóhannesdóttir – les úr bókinni Jólin hans Hallgríms og sagt verður frá Rímnatónleikunum á Kex 19. nóv. sl, en þá voru Tístransrímur fluttar af Báru Gríms, Steindóri Andersen, Rósu Jóhanns, Þuríði Guðmunds, Ólínu Þorvarðar, Ingimari Halldórs og Þorsteini Magna Björnssyni.

Sigurður Sigurðarson verður heiðraður.

Úlfar Bragason kynnir bókina Konan kemur við sögu og segir frá Hólmfríði Indriðadóttur skáldkonu á Hafralæk. Bára Grímsdóttir kveður úr rímum hennar. Þá verða jólalögin sungin og leikin, en það gera Rósa Jóhannesdóttir og dætur hennar Gréta Petrína og Iðunn Helga.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið og aðrir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, samkveðskapur og Skálda. Þá verður látins félaga minnst.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi Iðunnar fer fram í Menningarmiðstöðinni  Gerðubergi sjá kort á ja.is

 

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar