Nóvemberfundur og kvæðalagaæfing fyrir börnin

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 3. nóvember og kvæðalagaæfingin verður að þessu sinni laugardaginn 4. nóvember.

Fjölbreytt dagskrá er að venju og mun Kristín Lárúsdóttir sellóleikari leika ýmis þjóðlög á selló. Einnig mun Reykjavík Trad session leika þjóðlög frá Írlandi á ýmiss hljóðfæri. Þá mun Þorsteinn Magni Björnsson kvæðamaður kveða valdar vísur.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson mun sinna bragfræðinni, en aðrir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, sunginn tvísöngur, samkveðskapur og Skálda.

Fundurinn hefst kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Kvæðalagaæfingin laugardaginn 4. nóv. hefst kl. 14:00, en hún er fyrir börn og alla þá sem hafa gaman af að syngja og kveða með börnum.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla var birt undir Auglýsingar. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar