Dagskrá Iðunnar haustið 2018

Rósa Jóhannesdóttir og dætur á jólafundi 2016

Rósa Jóhannesdóttir og dætur á jólafundi 2016

Kvæðamannafélagið Iðunn verður að venju með starfsemi sína í Menningarhúsinu Gerðubergi, þ.e. kvæðalagaæfingar á miðviku-dagskvöldum og fundi á föstudagskvöldum. Vakin er athygli á að í nóvember færist kvæðalagaæfingin yfir á laugardag kl. 14:00 en hún er fyrir börn og þá sem hafa gaman af að kveða og syngja með börnum. Hún verður í Háholti, neðstu hæð til hægri.

Félagið ætlar að brydda upp á nýjungum í vetur og hefja söng-vökur á þriðjudagskvöldum einu sinni í mánuði, sem verða undir stjórn Chris Fosters, formanns þjóðlaganefndar, og Linusar Orra Gunnarssonar Cederborg og verða þær til húsa í Andrými á Bergþórugötu 20. Þar verða sungin og kennd ýmis þjóðlög t.d. tvísöngvar.

Einnig ætlar Iðunn að hefja samstarf við Reykjavík – „trad session“ en þau eru með þjóðlagasamspil vikulega á fimmtudagskvöldum á Kaffihúsinu Stofunni, í kjallaranum, en það er til húsa á Vestur-götunni rétt ofan við hornið á Aðalstræti, þar sem „Fríða frænka“ var. Við stefnum að því að nokkrir Iðunnarfélagar komi fram með kveðskap og tvísöng einu sinni í mánuði. Fólki er þó líka velkomið að koma fram á öllum öðrum fimmtudagskvöldum.

Félagar eru hvattir til að taka þátt í starfsemi Iðunnar og taka með sér gesti.

Á þessari haustönn verða dagsetningar á fundum Iðunnar, kvæða-lagaæfingum, söngvökum og þjóðlagasamspili með kveðskap, á þessa leið:

Kvæðalagaæfingar – Gerðuberg
miðv. 3. okt. kl. 19:00
laug. 10. nóv. kl. 14:00–15:30
miðv. 5. des. kl. 19:00
Fundir – Gerðuberg
föst. 5. okt. kl. 20:00
föst. 9. nóv. kl. 20:00
föst. 7. des. kl. 20:00
Söngvaka – Andrými
þriðj. 16. okt. kl. 19:00
þriðj. 13. nóv. kl. 19:00
þriðj. 11. des. kl. 19:00 
Þjóðlagasamspil með kveðskap – Stofan
fimmt. 18. okt. kl. 20:00
fimmt. 15. nóv. kl. 20:00
fimmt. 13. des. kl. 20:00 
Þessi færsla var birt undir Auglýsingar. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar