Haustferð Iðunnar 2018

Haustferð Iðunnar laugardag 1. september

Úr síðustu haustferð en þá heimsóttum við Pál á Húsafelli

Úr síðustu haustferð en þá heimsóttum við Pál á Húsafelli

Haustferðin verður að þessu sinni farin á Hvolsvöll og Njálu-slóðir. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 9 að morgni og ekið sem leið liggur austur á Hvolsvöll. Við munum heimsækja Sögusetr-ið þar sem er einstök Njálusýning, kaupfélagssafn, líkan af Þingvöllum árið 1000 og Njálurefillinn sem verið er að sauma. Þar verður einnig boðið upp á súpu og brauð í hádeginu. Eftir hádegismatinn verður haldið í tveggja tíma ferð um Njáluslóð-ir undir leiðsögn hins Njálufróða Lárusar Ágústs Bragasonar. Við komuna aftur til Hvolsvallar verður Eldfjallamiðstöðin LAVA heimsótt. Þar er hægt að fá sér kaffi, en fólk getur líka valið að hafa með sér nesti. Eftir þá heimsókn verður haldið af stað í vesturátt og kvöldverður snæddur í Tryggvaskála á Sel-fossi. Þar vonumst við til að hitta vini okkar úr Árgala og kveða með þeim.

Fyrir kjötætur verður lambahryggvöðvi og lambarillette, gul-rótarmauk, hægeldað rótargrænmeti, rósmarín „pomme Anna“, gremolata og kryddjurtagljái í matinn, en brasseraður fennell og kinóa, sítrus confit, fennel mauk, grillað grænkál, gulrætur og möndlukrem fyrir grænkera, og súkkulaðimús, pistasíuís, ristaðar kókosflögur og jarðarber í eftirmat fyrir alla. Áætluð heimkoma er kl. 21.

Verð fyrir Iðunnarfélaga er 12.000 kr. og er þar innifalin rútu-ferð, hádegis- og kvöldmatur aðgangseyrir og leiðsögn.

Þátttaka tilkynnist Guðna Sig. Óskarssyni á netfangið gudnisigosk@gmail.com fyrir mánudaginn 27. ágúst.

Þessi færsla var birt undir Auglýsingar. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar