4. Skammhenda

Í gömlum rímum ferskeyttum eru til erindi með frumlínur óstýfðar, en síðlínur stýfðar. Þetta frábrigði er einnig stundum í stefjahrunsrímum. Sjálfstæður rímnaháttur varð þetta á 17. öld og algengur síðan með ýmsum tilbrigðum.

Vera má að Sigurður Breiðfjörð hafi fyrstur ort rímu með skammhendu hringhendri, en það þykir einn hinn fegursti háttur.

 

(Sjá Háttatal, 4. Skammhent.)

Comments are closed.