Sílgræn börð um sumardag
Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar
Lóa fiðurgisin
Sílgræn börð um sumardag
sá eg hjörðum fróa.
Dregur á jörðu drungabrag,
drepur í skörðin lóa.
Suður á leiti sá eg þig
syngja teita á vori.
Svona breytist margt um mig,
mér er þreyta í spori.
Alt er frá, sem ornar þér
út’ í snjá og gnjósti –
speldið bláa af þér er,
orðin grá á brjósti.
Engis biður ein á strönd
– elsk að friði – þysinn,
stormaklið né lýð um lönd
lóa fiðurgisin.
Vísur: Guðmundur Friðjónsson
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Hjálmar Lárusson.
Til baka -o- Lagboði 44