Tístransrímur eftir Sigurð Breiðfjörð

Rósa Jóhannesdóttir, Ingimar Halldórsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Bára Grímsdóttir, Pétur Húni Björnsson, Þórarinn M. Baldursson og Ása Ketilsdóttir

Tónleikar
laugardaginn 19. nóvember kl. 16.00
Kex Hostel Skúlagötu 28
101 Reykjavík

1.500 kr.

ATH: Ekki verður posi á tónleikunum.

Flytjendur eru félagar úr Kvæðamannafélaginu Iðunni:
Steindór Andersen, Bára Grímsdóttir, Rósa Jóhannesdóttir, Ingimar Halldórsson, Ólína Þorvarðardóttir, Þuríður Guðmundsdóttir og Þorsteinn Magni Björnsson

Allur ágóði fer í ferðasjóð Iðunnar til að fara á Landsmót kvæðamanna á Siglufirði 21.- 23. apríl 2017.

Þessi færsla er flokkuð undir Óskilgreint | Athugasemdir

Nóvemberfundur og kvæðalagaæfing

Frá kvæðalagaæfingu barna.

Frá kvæðalagaæfingu barna.

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 4. nóvember og kvæðalagaæfingin verður að þessu sinni laugardaginn 5. nóvember.

Ragnheiður Ólafsdóttir og kvæðaklúbbur úr Reykjavíkur Akademíunni kveða efni úr ýmsum áttum.

Rósa Jóhannesdóttir og Helgi Zímsen kveða og segja frá í máli og myndum af ferð sinni til Kanada, en þangað fóru þau nýlega með dansfélaginu Sporinu úr Borgarfirði.

Flutt verður sagnakvæðið af Rögnvaldi og Gunnhildi.

Kynnt verður nýútkomin bók og geisladiskur, Ævintýrið af Sölva og Oddi kóngi. Bára Grímsdóttir samdi sögu og tónlist, Helgi Zímsen kvæði og Halla Sólveig  Þorgeirsdóttir myndskreytti.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið og aðrir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, samkveðskapur og Skálda.

Fundurinn hefst kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Kvæðalagaæfingin laugardaginn 5. nóv. hefst kl. 14:00, en hún er fyrir börn og alla þá sem hafa gaman af að syngja og kveða með börnum.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi Iðunnar fer fram í Menningarmiðstöðinni  Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem , | Athugasemdir

Októberfundur og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 7. október og verður kvæðalagaæfingin miðvikudagskvöldið þar á undan, þann 5. október.

Sagt verður frá haustferð félagsins og farið með vísur sem urðu til í ferðinni. Einnig verður sagt frá hljóðritunum á vestfirskum kvæðamönnum frá árunum 1958 og 1959, nokkrir kvæðamenn verða kynntir og fundargestum leyft að heyra dæmi um kveðskap þeirra.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið og aðrir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla hagyrðingamótið, samkveðskapur og Skálda.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem , | Athugasemdir

Haustferð Iðunnar 3. september 2016

adscf7473Haustferð Iðunnar 3. september 2016
Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 8:00 og ekið sem leið liggur vestur um Dali og Þröskulda alla leið að Sævangi við Steingrímsfjörð. Þar fáum við gúllassúpu og brauð og skoðum Sauðfjársetrið. Þaðan verður farið norður í Bjarnarfjörð undir leiðsögn Jóns Jónssonar þjóðfræðings. Komið verður á Drangsnes en þar verður möguleiki á að fara í sund (gjaldið er ekki innifalið).
Á bakaleiðinni heimsækjum við Strandagaldur á Hólmavík. Þátttakendur geta valið um að fá sér síðdegiskaffi á Kaffi Galdri eða Kaffi Riis og hver borgar þar fyrir sig. Á suðurleið verður snæddur kvöldverður í Hreðavatnsskála og áætlað er að koma aftur að BSÍ um kl. 22:00.
Verð er 7.000 kr. og í því er innifalið ferðin, hádegis- og kvöldmatur, leiðsögn og aðgangseyrir að söfnum.
Þátttaka tilkynnist til formanns ferðanefndar, Guðna Sig. Óskarssonar, í netfangið gudnisigosk@gmail.com eða í síma 8461604, í síðasta lagi 27. ágúst.

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem | Athugasemdir

Heiðmerkurferð 2016

Miðvikudagskvöldið 15. júní, ætla Iðunnarfélagar að hittast í gróðurreit
félagsins við Grunnuvötn í Heiðmörk og njóta samverunnar í dásamlegu og friðsælu umhverfi.

Rímnalögin munu hljóma í samkveðskap undir fuglasöng. Munið að prenta út kvæðaheftið sem fylgir hér í tengli neðar.

Mælt er með að fólk hafi með sér nesti og nauðsynjar. Mæting er klukkan
20:00 við Maríuhella. Þaðan fara menn svo saman á þeim bílum sem eru hærri
til hnésins. Maríuhellar eru rétt innan við hliðið að Heiðmörk – því sem
snýr að Vífilsstöðum.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti.

Sjá t.d. þetta kort af svæðinu.

Hér er kvæðahefti fyrir samkveðskap sem félagar eru beðnir að prenta
út og taka með sér: Samkveðskapur Heiðmörk

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Athugasemdir

Maífundur og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 6. maí og verður kvæðalagaæfingin miðvikudagskvöldið þar á undan, þann 4. maí.

Steindór Andersen ætlar að segja frá Sveinbirni Beinteinssyni, meðal annars tengslum hans við Iðunni. Hann mun líka kveða vísur og kvæði eftir hann.

„Ljóð“, nýútgefin bók með ljóðum Guðrúnar Stefánsdóttur frá Fagraskógi verður kynnt. Ragnheiður Hrafnkelsdóttir og Hólmfríður Hannesdóttir sjá um kynninguna og lesa upp úr bókinni.  Einnig mun Ingólfur Ómar Ármannsson flytja vísur og ljóð eftir sig.

Ragnar Ingi verður með bragfræðihorn sitt. Aðrir fastir liðir verða á sínum stað:  Litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, samkveðskapurinn og gert verður að afla Skáldu. 

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem , | Athugasemdir

Málþing Boðnar, rímnahefðin

Árlegt málþing Óðfræðifélagsins Boðnar verður haldið föstudaginn 15.
apríl kl. 13.00–16.30 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, stofu 050. Þema
þingsins að þessu sinni er íslenska rímnahefðin fyrr og nú.

Dagskráin er sem hér segir en ítarlegri dagskrá með útdráttum er að
finna í meðfylgjandi viðhengi.

13:00 Málþing sett

13:15 Bjarki Karlsson: Kerfisfræði rímnahátta: Söguleg þróun og vannýtt
tækifæri

13:45 Eva María Jónsdóttir: Þrjár gerðir rímna af Gretti Ásmundarsyni

14:15 Helgi Skúli Kjartansson: Grímur og Gautur: Búarímur sem svar við
Pétri Gaut?

14:45 Rósa Þorsteinsdóttir: „Það vill heldur djassinn …“:
Rímnakveðskapur á síðustu öld

15:15 Kaffihlé

15:30 Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir: Hvernig lín breytist í morðara: Um
rímurnar af Mábil sterku og munnlega geymd þeirra.

16:00 Þórarinn Eldjárn: Er hægt að yrkja nútímarímur í alvöru?

16:30 Málþingi slitið

Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir

Sjá einnig auglýsingu í Pdf skjali hér fyrir neðan:

bodnarthing_auglysing

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem , | Athugasemdir

Aprílfundur og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 8. apríl og verður kvæðalagaæfingin miðvikudagskvöldið á undan, þann 6. apríl.

Aprílfundurinn verður tileinkaður Jóni Lárussyni en hann var atkvæðamikill kvæðamaður á fyrrihluta síðustu aldar, hélt tónleika, kvað fyrir kónginn og kveðskapur hans var hljóðritaður af ýmsum. Sigurbjörg Á. Ólafsdóttir ætlar að flytja erindi um Jón afa sinn og segja meðal annars frá tónleikaferð hans og barna hans um landið. Sýndar verða myndir á glærum og spiluð tóndæmi með kveðskap Jóns. Auk þess mun Ingimar Halldórsson kveða vísur um Jón, eftir hann og fleiri.

Ragnar Ingi verður með bragfræðihorn sitt en það verður í stærra lagi að þessu sinni, en aðrir fastir dagskrárliðir eru litla hagyrðingamótið og litla kvæðamannamótið. Samkveðskapur verður á sínum stað og gert að afla Skáldu.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast klukkan 19:00, en félagsfundir hefjast kl 20:00 og lýkur kl 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem , | Athugasemdir

Af kvæðakvöldi í janúar

Þann 19. janúar  síðastliðin stóð Kvæðamannafélagið Iðunn fyrir skemmtidagskrá á Kaffi Rósenberg. Þar komu fram margir úrvalskvæðamenn og meðal annars Rósa Jóhannesdóttir og Bára Grímsdóttir.2016-01-19 22.49.44
Rósa flutti þar nýja rímu eftir mann sinn Helga Zimsen og Bára flutti mansöng eftir Jón Ingvar Jónsson og erfiljóð um Jón Ingvar sem Bjarki Karlsson orti.

Kynnir var  Ragnar Ingi Aðalsteinsson.

Allur ágóði af kvæðakvöldinu rann í ferðasjóð Iðunnarfélaga sem fara á landsmót kvæðamanna sem verður haldið á Egilsstöðum 22. – 24. apríl næstkomandi.

Rósa:

 

Bára:

 

 

Þessi færsla er flokkuð undir Fróðleikur | Skilgreint sem , | Athugasemdir

Landsmót Stemmu 2016

Landsmót landssamtaka kvæðamanna verður haldið á Egilsstöðum 22.- 24. apríl.

Lagt verður af stað 21. apríl frá BSÍ kl. 12.00 á hádegi og gist í Hofsósi, þ.e. þeir sem fara með 16 manna rútunni sem Iðunn leigir. Ef fleiri vilja far á vegum Iðunnar verður leigður annar bíll eða samið við bíleiganda um að taka þá sem eru umfram sextán og Iðunn greiðir. Þeir myndu þá fara til Siglufjarðar og gista þar á Eyrargötu 16, gegn frjálsu framlagi eða beint til Akureyrar þar sem félagar í Gefjun eru tilbúnir til að skjóta skjólshúsi yfir þá. Lagt verður af stað frá Hofsósi um hádegi.

img_1862Gist verður á Gistihúsinu Egilsstöðum (Egilsstaðabærinn). Öll dagskráin fer fram þar.

Dagskráin:

Föstudagur: Kvæðatónleikar kl. 20.30 Flytjendur frá ýmsum kvæðamannafélögum.

Laugardagur: Námskeið og sameiginlegar máltíðir.

Bragfræði rímna: 9:00-12:00 og 13:00-14:00. Kennari: Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Farið í grunnatriði / verklegt

Hádegismatur kl. 12:00-13:00 Sjávarréttarsúpa með rækjum og lúðu og kókos. Nýbakað brauð og aioli.

Tvísöngvar: 13:00-14:00 – Kennari: Guðrún Ingimundardóttir

Rímnalögin: 14:00-17:00 – Kennari: Bára Grímsdóttir. Kvæðalög kennd. Stílar og skreytingar.

Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka: kl.19.00–23.30

Aðalréttur: Lamba innralæri og hægeldaður frampartur með rófumauki, sveppagratíni, nýpum, gulrótum og rósmaríngljáa.

Eftirréttur: Mozaik súkkulaðikaka, með hvítu súkkulaðikremi og ferskjusorbet.

Sunnudagur: Aðalfundur Stemmu – Landsamtaka kvæðamanna kl. 9:30-11:30.

Hádegismatur kl. 11:30-12:30 og kveðjustund. Íslensk kjötsúpa og nýbakað brauð.

Heimferð kl. 12.30

Verð fyrir þátttöku á mann:

1.000 kr. gisting á Hofsósi

14.500 kr. tvær nætur í tveggja manna herbergi á mann með morgunmat í Gistihúsinu Egilsstaðir

21.800 kr. tvær nætur í eins manns herbergi

3.980,- kr. báðir hádegisverðir

Hátíðarkvöldverður, verð: 5.990 kr.

Fólk sem hefur fæðuofnæmi er beðið um að láta vita af því við skráningu. Iðunn greiðir niður ferðakostnað þátttakenda. Þeir mega einnig reikna með að þátttökugjald verði greitt niður um kr. 3-5.000.

Námskeiðsgjald er ekkert.

Rósa Þorsteinsdóttir tekur við skráningum á netfangið: rosat@hi.is og í síma 8470870

Lokadagsetning skráningar er 7. apríl.

Þeir sem skrá sig eftir 7. apríl geta ekki búist við að fá far á vegum Iðunnar eða niðurgreiðslu þátttökugjalda.

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Athugasemdir