Davíð Þór flytur eigin ljóð

913112Á síðasta Iðunnarfundi flutti Davíð Þór Jónsson ljóðskáld og prestur eigin ljóð, en hann hefur ort lengi og meðal annars gefið út ljóðabókina Vísur fyrir vonda krakka.

Við fengum góðfúslegt leyfi til að birta hljóðrit af flutningnum, upptöku gerði Arnþór Helgason.

 

 

 

Birt í Fróðleikur | Merkt , | Færðu inn athugasemd

Febrúarfundur og kvæðalagaæfing

Næsti félagsrosa_thorsteinsdottir2fundur verður haldinn föstudaginn 9. febrúar og kvæðalagaæfingin verður miðvikudaginn 7. febrúar.

Að venju er fjölbreytt dagskrá á febrúarfundinum.

Meðal annars mun Rósa Þorsteinsdóttir flytja erindi um Skagfirska kvæðamenn úr Segulbandasafni Iðunnar og spilar hljóðdæmi.  Þá ætlar Davíð Þór Jónsson, ljóðskáld og prestur að flytja eigin ljóð.

Nokkur lög sem tengjast þorranum verða sungin í samsöng með hljóðfæraleik.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið og aðrir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, samkveðskapur og Skálda.

Þá verða veitingarnar einnig með þorrabrag

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi Iðunnar fer fram í Menningarmiðstöðinni  Gerðubergi sjá kort á ja.is

Birt í Auglýsingar | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Kvæðakvöld Iðunnar 2018

2016-01-19 22.49.44Kvæðakvöld Iðunnar

miðvikudaginn 14. febrúar 2018, kl: 20:00 – 22:30

Sólon – efri hæð

Bankastræti 7a  101 Reykjavík

Styrktartónleikar

Kvæðamannafélagið Iðunn stendur fyrir skemmtidagskrá þar sem fram kemur úrvals kvæðafólk, m.a.:

Bára Grímsdóttir, Rósa Jóhannesdóttir, Ingimar Halldórsson, Þuríður Guðmundsdóttir, Gunnar Straumland, Rósa Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Magni Björnsson og munu þau kveða nýtt og eldra efni, þar á meðal ýmsa mansöngva. Auk þess verður flutt gamanmál í bundnu og óbundnu máli, um ástina og fleira. Sumt af efninu er eftir þekkta hagyrðinga Iðunnar, eins og Helga Zimsen og Sigurlín Hermannsdóttur.

Hlutavelta verður haldin með mörgum góðum vinningum og er aðalvinningurinn bókin Segulbönd Iðunnar.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson verður kynnir.

Barinn verður opinn á efri hæðinni fyrir gesti kvæðakvöldsins frá kl. 19.30.

Aðgangseyrir 1.500 kr. Athugið enginn posi í miðasölunni.

Allur ágóði rennur  í útgáfusjóð á Segulböndum Iðunnar, sem er vegleg bók með 160 kvæðalögum úr safni kvæðamannafélagsins, á nótum og í hljóðriti, kvæðum og ýmsum fróðleik um kveðskap, kvæðamenn, bragfræði og fleira.

Birt í Auglýsingar | Merkt | Ein athugasemd

Ingimar Halldórsson kveður vísur eftir Sigmund Benediktsson

Á Iðunnarfundi þann 8. desember kvað Ingimar Halldórsson kvæðamaður vísur eftir Sigmund Benediktsson, en þeir eru báðir Iðunnarfélagar.

Ingimar Halldórsson fæddist á Akranesi árið 1945. Hann gekk í félagið árið 1970 og hefur lengi verið einhver besti kvæðamaður þess. Sigmundur Benediktsson, vélvirki á Akranesi, er fæddur 1936. Hann er sveitamaður, mikið náttúrubarn og einn af bestu hagyrðingum félagsins.

Hér fyrir neðan má hlusta á upptöku af kveðskapnum, auk þess sem hægt er að lesa vísurnar sem kveðnar voru.

Arnþór Helgason hljóðritaði

 

Stakan
Meðan vakir óðsnilld ein
og andartakið bálar,
breiðir stakan björt og hrein
blóm á akur sálar.

Við það bjóðast gleðigrið
að gista ljóðaþáttinn.
Stundir hljóðar styttast við
stefja gróðurmáttinn.

Sólsetur á siglingu yfir hafið
Sólsetur á siglingu yfir hafið
kristaltárunum.
Geislahárið glóey breiðir
glöð á bárunum.

Sól í arma hafsins hnígur
hljóð í bjarmanum.
Ljóssins hvarm á svefninn sígur
svalar varmanum.

Nóttin breiðir vængjavoðir
vel um skeiðina.
Hugur greiðir stuðlastoðir
styttir leiðina.

Í ljósaskiptunum í Hvalfirði
Rýni ég í rökkurshyl,
reifast margt í sinni.
Ljóss og skugga litaspil
lyftir fegurðinni.

Furðulita fléttar band
fæðir kvöldsins gaman
þegar himinn, haf og land
hnýta örmum saman.

Ferð á Vestfirði
Augu nærir ásýnd tær,
yndi færir geði.
Ekki hrærast Hornatær
hátt þó blærinn kveði.

Við himinhvolfið trónir tindur
tæp er gatan Elís hjá.
Glóðadísin silfursindur
sjávarflötinn breiðir á.

Við Lokinhamra leið að kveldi,
lyfti bergið svimahæð.
Undir Skeggjans ógn og veldi
andinn finnur sína smæð.

Hvatning
Andinn djarfi yrki þarfur unga bögu.
Ljóða arfsins lengjum sögu,
lyftum starfi kvæðahögu.

Kvæðavefur kátur hefur kennt oss lengi,
Styrk hann gefur málsins mengi,
manndóm vefur fljóð og drengi.

Eflum góðan orðasjóð við aukin kynni,
svo að þjóðin farsæl finni
frelsisglóð í tungu sinni.

Vetrarsólhvörf
Skaða ristur skuggin er,
skerðing gistir ragur.
Gengur yst í álfu hér
ársins stysti dagur.

Sól um vetur sígur hljóð
sóar getu eigi,
hún með leti hækkar glóð
hænufet á degi.

Skugginn lækkar, gleðin grær,
geislinn smækkar myrkur.
Sólin stækkar, sífellt nær,
sálar hækkar styrkur.

Kom þú sól
Köldu vetrar kvöldin löng
krenkja afl og þorið.
Ég þrái frið og fuglasöng,
fögur blóm og vorið.

Langan vetur þig hef þráð,
það er gömul saga,
að vorið skerpir viljans dáð
væna sólskinsdaga.

Ljúfa sól er landsins kjör
laugar geislaböndum,
hraða máttu heldur för
heim að Íslandsströndum.

Lífsins geisla sendu senn,
sem að fegurð skarta,
svo ég finni ylinn enn
inn í mínu hjarta.

Á gamlárskveldi
Árið hefur orðið mér
allvel þekkt til fanga.
Ljóðadís ég þakka þér
þína leiðsögn stranga.

Þegar kemur annað ár
yfir þanka mína.
Viltu gegnum gleði og tár
gefa leiðsögn þína.

Harpan mun þá hljóma vel,
hefja söng um vökur,
því í hjarta alltaf el
óort ljóð og stökur.

Jólavísur
Af þeim stafar ástúð hlý,
opnast kærleiksrósin.
Bjartast auga barnsins í
blika jólaljósin.

Þó að felist fold í snæ,
fenni él á glugga.
Hátíð dvelur helg í bæ
hvergi elur skugga.

Myrk þó frjósi foldar kinn
fegurð hrósa kenndir.
Helga rós í hjartað inn
hátíð ljósa sendir.

Klukkur hljóma, kætist geð,
kirkjan ljómar bjarta.
Kristur frómur kominn með
kærleiksblóm í hjarta.

Birt í Fróðleikur | Merkt , | Færðu inn athugasemd

Rímnakveðskapur í heimspressunni

Á jóladag 2017 sendi New York Times út myndband þar sem Bára Grímsdóttir flytur brot úr Ræningjarímum eftir Guðmund Erlendsson heima í stofunni hjá sér. 
Það er tekið upp á 3 D myndavél og með því að færa músina er hægt sjá sig um í stofunni. Tugþúsundir víðsvegar um heiminn hafa  horft á myndbandið.
Smelltu hér eða á myndina til að skoða myndbandið.
Bára Grímsdóttir kveður fyrir New York Times

Bára Grímsdóttir kveður fyrir New York Times

 

 

Birt í Fróðleikur | Merkt | Færðu inn athugasemd

Janúarfundur 2018 og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 5. janúar og kvæðalagaæfingin verður miðvikudaginn 3. janúar.

Matti Kallio promo pic 2Að venju er fjölbreytt dagskrá á janúarfundi og með áramótabrag.

Bára Grímsdóttir flytur stutt erindi sem hún kallar Hinn rétti byrjunartónn. Þar mun hún meðal annars gefa hagnýt ráð um hvernig kvæðamenn og konur geti fundið rétta tóntegund á kvæðalögum sem hæfir þeirra rödd. Þá ætlar Kristján Hreinsson ljóðskáld að flytja eigin ljóð.

Hinn frábæri finnski harmonikkuleikari Matti Kallio leikur nokkur lög og svo verður samsöngur áramótalaga.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið og aðrir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, samkveðskapur og Skálda.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi Iðunnar fer fram í Menningarmiðstöðinni  Gerðubergi sjá kort á ja.is

Birt í Auglýsingar | Merkt , | Færðu inn athugasemd

Jólafundur 2017og kvæðalagaæfing

Rósa Jóhannesdóttir og dætur á jólafundi 2016

Rósa Jóhannesdóttir og dætur á jólafundi 2016

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 8. desember, með jólalegum brag og verður kvæðalagaæfingin miðvikudagskvöldið þar á undan, þann 6. desember.

Ingibjörg Eyþórsdóttir flytur áhugaverðan fyrirlestur sem heitir „Þú braust upp mitt hægaloft“ sem fjallar um kynbundið ofbeldi í íslenskum sagnadönsum.

Annars verður dagskráin með hefðbundnum brag, þar sem Ingimar Halldórsson ætlar að kveða vísur eftir Sigmund Benediktsson, og Rósa Jóhannesdóttir og dætur að flytja jólalög.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið og aðrir fastir liðir verða á sínum stað: litla hagyrðingamótið, samkveðskapur, tvísöngur og Skálda.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Birt í Auglýsingar | Merkt , | Færðu inn athugasemd

Disneyrímur eftir Þórinn Eldjárn

 

Rósa Jóhannesdóttir, Ingimar Halldórsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Bára Grímsdóttir, Pétur Húni Björnsson, Þórarinn M. Baldursson og Ása Ketilsdóttir

Tónleikar á Kex hostel laugardaginn 18. nóvember kl. 16.00

Disneyrímur, eftir Þórarinn Eldjárn, voru gefnar út árið 1978. Þær verða fluttar í heild sinni á tóneikum á Kex hostel laugardaginn 18. nóv. kl. 16.00.

Flytjendur eru kvæðamenn úr Iðunni, þau:

Bára Grímsdóttir, Þórarinn Már Baldursson, Pétur Húni Björnsson, Rósa Jóhannesdóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Ingimar Halldórsson.
Aðgangseyrir 1.500. Allur ágóði rennur í útgáfu á Segulböndum Iðunnar, 160 kvæðalög, bók og diskar, sem verða gefin út á Sumardaginn fyrsta 2018.

Birt í Auglýsingar | Merkt | Færðu inn athugasemd

Njáll heiðraður

Á októberfundinum var Njáll Sigurðsson Iðunnarfélagi og kvæðamaður með meiru heiðraður af félaginu. 

Njáll þenur nikku í Þrastalundi

Njáll þenur nikku í Þrastalundi

Hann fæddist í Vik í Mýrdal þann 26. júní árið 1944. Hann gekk í Kvæðamannfélagið Iðunni 24. mars 1973.  Hann hefur sem sé verið í félaginu í 44 ár og unnið þar ötult starf.

Njáll hefur verið virkur í félags og nefndarstörfum Iðunnar í gegnum tíðina. Hann var formaður rímnalaganefndar og átti sæti í henni í fjölda ára á 8. og 9. áratugnum. Einnig átti hann sæti í skemmtinefnd í tvö ár 8. áratugnum. Njáll var formaður þjóðlaganefndar frá upphafi, 2009 til 2016. Hann var leiðsögumaður í haustferð Iðunnar 2012, þegar farið var um suðurlandið, og ma. safnið á Skógum heimsótt.

Njáll hefur margoft komið við sögu í tengslum við útgáfur Iðunnar. Hann hélt utan um flutning og útgáfu á Iðunnarplötunni sem var gefin út 1979 í tilefni af 50 ára afmæli Iðunnar. Á þeirri plötu kveða ýmsir kvæðamenn Iðunnar 100 kvæðalög. Hann átti sæti í ritnefnd þegar lagboðaheftið, 3. útgáfa, var prentað haustið 1984.  Njáll var í ritnefnd afmælisrits Iðunnar sem var gefið út 1989 í tilefni 60 ára afmælið félagsins. Hann skrifaði þar grein sem heitir „Um rímur kveðskaparlist og kvæðalög“. Hann skrifaði grein í Silfurplötur Iðunnar sem voru útgefnar 2004 á 75 ára afmæli Iðunnar. Kveðskaparlistin, varðveisla og saga, nefnist greinin.

Njáll hefur einnig skrifað grein í væntalega útgáfu á Segulböndum Iðunnar, sem fjallar um sögu og tilkomu hljóðritanna. Eins og félagsmenn vita er Njáll afbragðs kvæðamaður og hefur kveðið mikið í gegnum tíðina hér á fundum og í ferðum félagsins. En hann hefur einnig komið víða fram og kveðið á tónleikum og ýmsum viðburðurm hérlendis og erlendis og kynnt íslenskan tónlistararf. Hann hefur haldið námskeið og fyrirlestra um rímnakveðskap og íslensk þjóðlög víða hérlendis og erlendis.

Stjórn og félagar í Kvæðamannafélaginu Iðunni þakka Njáli Sigurðssyni innilega fyrir heillaríkt starf í þágu félagsins í marga áratugi.

Hér má hlusta á formann Iðunnar heiðra Njál og einnig viðbrögð hans. Upptöku annaðist Arnþór Helgason.

 

 

Birt í Fróðleikur | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Nóvemberfundur og kvæðalagaæfing fyrir börnin

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 3. nóvember og kvæðalagaæfingin verður að þessu sinni laugardaginn 4. nóvember.

Fjölbreytt dagskrá er að venju og mun Kristín Lárúsdóttir sellóleikari leika ýmis þjóðlög á selló. Einnig mun Reykjavík Trad session leika þjóðlög frá Írlandi á ýmiss hljóðfæri. Þá mun Þorsteinn Magni Björnsson kvæðamaður kveða valdar vísur.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson mun sinna bragfræðinni, en aðrir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, sunginn tvísöngur, samkveðskapur og Skálda.

Fundurinn hefst kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Kvæðalagaæfingin laugardaginn 4. nóv. hefst kl. 14:00, en hún er fyrir börn og alla þá sem hafa gaman af að syngja og kveða með börnum.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Birt í Auglýsingar | Færðu inn athugasemd