Rímnakveðskapur í heimspressunni

Á jóladag 2017 sendi New York Times út myndband þar sem Bára Grímsdóttir flytur brot úr Ræningjarímum eftir Guðmund Erlendsson heima í stofunni hjá sér. 
Það er tekið upp á 3 D myndavél og með því að færa músina er hægt sjá sig um í stofunni. Tugþúsundir víðsvegar um heiminn hafa  horft á myndbandið.
Smelltu hér eða á myndina til að skoða myndbandið.
Bára Grímsdóttir kveður fyrir New York Times

Bára Grímsdóttir kveður fyrir New York Times

 

 

Þessi færsla er flokkuð undir Fróðleikur | Skilgreint sem | Athugasemdir

Janúarfundur 2018 og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 5. janúar og kvæðalagaæfingin verður miðvikudaginn 3. janúar.

Matti Kallio promo pic 2Að venju er fjölbreytt dagskrá á janúarfundi og með áramótabrag.

Bára Grímsdóttir flytur stutt erindi sem hún kallar Hinn rétti byrjunartónn. Þar mun hún meðal annars gefa hagnýt ráð um hvernig kvæðamenn og konur geti fundið rétta tóntegund á kvæðalögum sem hæfir þeirra rödd. Þá ætlar Kristján Hreinsson ljóðskáld að flytja eigin ljóð.

Hinn frábæri finnski harmonikkuleikari Matti Kallio leikur nokkur lög og svo verður samsöngur áramótalaga.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið og aðrir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, samkveðskapur og Skálda.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi Iðunnar fer fram í Menningarmiðstöðinni  Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem , | Athugasemdir

Jólafundur 2017og kvæðalagaæfing

Rósa Jóhannesdóttir og dætur á jólafundi 2016

Rósa Jóhannesdóttir og dætur á jólafundi 2016

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 8. desember, með jólalegum brag og verður kvæðalagaæfingin miðvikudagskvöldið þar á undan, þann 6. desember.

Ingibjörg Eyþórsdóttir flytur áhugaverðan fyrirlestur sem heitir „Þú braust upp mitt hægaloft“ sem fjallar um kynbundið ofbeldi í íslenskum sagnadönsum.

Annars verður dagskráin með hefðbundnum brag, þar sem Ingimar Halldórsson ætlar að kveða vísur eftir Sigmund Benediktsson, og Rósa Jóhannesdóttir og dætur að flytja jólalög.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið og aðrir fastir liðir verða á sínum stað: litla hagyrðingamótið, samkveðskapur, tvísöngur og Skálda.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem , | Athugasemdir

Disneyrímur eftir Þórinn Eldjárn

 

Rósa Jóhannesdóttir, Ingimar Halldórsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Bára Grímsdóttir, Pétur Húni Björnsson, Þórarinn M. Baldursson og Ása Ketilsdóttir

Tónleikar á Kex hostel laugardaginn 18. nóvember kl. 16.00

Disneyrímur, eftir Þórarinn Eldjárn, voru gefnar út árið 1978. Þær verða fluttar í heild sinni á tóneikum á Kex hostel laugardaginn 18. nóv. kl. 16.00.

Flytjendur eru kvæðamenn úr Iðunni, þau:

Bára Grímsdóttir, Þórarinn Már Baldursson, Pétur Húni Björnsson, Rósa Jóhannesdóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Ingimar Halldórsson.
Aðgangseyrir 1.500. Allur ágóði rennur í útgáfu á Segulböndum Iðunnar, 160 kvæðalög, bók og diskar, sem verða gefin út á Sumardaginn fyrsta 2018.

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem | Athugasemdir

Njáll heiðraður

Á októberfundinum var Njáll Sigurðsson Iðunnarfélagi og kvæðamaður með meiru heiðraður af félaginu. 

Njáll þenur nikku í Þrastalundi

Njáll þenur nikku í Þrastalundi

Hann fæddist í Vik í Mýrdal þann 26. júní árið 1944. Hann gekk í Kvæðamannfélagið Iðunni 24. mars 1973.  Hann hefur sem sé verið í félaginu í 44 ár og unnið þar ötult starf.

Njáll hefur verið virkur í félags og nefndarstörfum Iðunnar í gegnum tíðina. Hann var formaður rímnalaganefndar og átti sæti í henni í fjölda ára á 8. og 9. áratugnum. Einnig átti hann sæti í skemmtinefnd í tvö ár 8. áratugnum. Njáll var formaður þjóðlaganefndar frá upphafi, 2009 til 2016. Hann var leiðsögumaður í haustferð Iðunnar 2012, þegar farið var um suðurlandið, og ma. safnið á Skógum heimsótt.

Njáll hefur margoft komið við sögu í tengslum við útgáfur Iðunnar. Hann hélt utan um flutning og útgáfu á Iðunnarplötunni sem var gefin út 1979 í tilefni af 50 ára afmæli Iðunnar. Á þeirri plötu kveða ýmsir kvæðamenn Iðunnar 100 kvæðalög. Hann átti sæti í ritnefnd þegar lagboðaheftið, 3. útgáfa, var prentað haustið 1984.  Njáll var í ritnefnd afmælisrits Iðunnar sem var gefið út 1989 í tilefni 60 ára afmælið félagsins. Hann skrifaði þar grein sem heitir „Um rímur kveðskaparlist og kvæðalög“. Hann skrifaði grein í Silfurplötur Iðunnar sem voru útgefnar 2004 á 75 ára afmæli Iðunnar. Kveðskaparlistin, varðveisla og saga, nefnist greinin.

Njáll hefur einnig skrifað grein í væntalega útgáfu á Segulböndum Iðunnar, sem fjallar um sögu og tilkomu hljóðritanna. Eins og félagsmenn vita er Njáll afbragðs kvæðamaður og hefur kveðið mikið í gegnum tíðina hér á fundum og í ferðum félagsins. En hann hefur einnig komið víða fram og kveðið á tónleikum og ýmsum viðburðurm hérlendis og erlendis og kynnt íslenskan tónlistararf. Hann hefur haldið námskeið og fyrirlestra um rímnakveðskap og íslensk þjóðlög víða hérlendis og erlendis.

Stjórn og félagar í Kvæðamannafélaginu Iðunni þakka Njáli Sigurðssyni innilega fyrir heillaríkt starf í þágu félagsins í marga áratugi.

Hér má hlusta á formann Iðunnar heiðra Njál og einnig viðbrögð hans. Upptöku annaðist Arnþór Helgason.

 

 

Þessi færsla er flokkuð undir Fróðleikur | Skilgreint sem , , | Athugasemdir

Nóvemberfundur og kvæðalagaæfing fyrir börnin

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 3. nóvember og kvæðalagaæfingin verður að þessu sinni laugardaginn 4. nóvember.

Fjölbreytt dagskrá er að venju og mun Kristín Lárúsdóttir sellóleikari leika ýmis þjóðlög á selló. Einnig mun Reykjavík Trad session leika þjóðlög frá Írlandi á ýmiss hljóðfæri. Þá mun Þorsteinn Magni Björnsson kvæðamaður kveða valdar vísur.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson mun sinna bragfræðinni, en aðrir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, sunginn tvísöngur, samkveðskapur og Skálda.

Fundurinn hefst kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Kvæðalagaæfingin laugardaginn 4. nóv. hefst kl. 14:00, en hún er fyrir börn og alla þá sem hafa gaman af að syngja og kveða með börnum.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Athugasemdir

Októberfundur og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 6. október og verður kvæðalagaæfingin miðvikudagskvöldið þar á undan, þann 4. október.

Sagt verður frá haustferð félagsins í bundnu og óbundnu máli. Bára Grímsdóttir flytur ljóð um Helgu Ólafsdóttur á Varmalæk eftir Jakob Jónsson og tvísöngvar verða sungnir. Þá verður Njáll Sigurðsson heiðraður.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið og kynnir einnig bók um hringhendur. Aðrir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla hagyrðingamótið, samkveðskapur og Skálda. Þá minnumst við látinna félaga.

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Athugasemdir

Haustferð Iðunnar, 2. september 2017

Haustferð Iðunnar 2. september 2017

Haustferðin verður farin fyrsta laugardag í september að venju, sem í þetta sinn ber upp á 2. september.

Sveinbjörn Beinteinsson (1924-1993)

Sveinbjörn Beinteinsson (1924-1993)

Leiðin liggur á starfssvæði eins af yngstu kvæðamannafélögum landsins, Snorra í Borgarfirði. Ekið verður um Hvalfjörð, þar sem Hernámssetrið verður heimsótt, og Dragháls þar sem Sveinbjörns Beinteinssonar, alsherjargoða og kvæðamanns, verður minnst. Þá verður haldið að Reykholti þar sem Snorrastofa stendur fyrir sýningunni Saga Snorra (hún fjallar um Snorra Sturluson en ekki kvæðamannafélagið) 😀 Eftir að hún hefur verið skoðuð verður snæddur hádegisverður (súpa, pasta og salat) á Fosshóteli í Reykholti. Páll á Húsafelli verður síðan heimsóttur og litið á Hraunfossa í leiðinni. Á þessum hluta ferðarinnar munu félagar í kvæðamannafélaginu Snorra koma eitthvað við sögu.

Seinnipartinn er svo ætlunin að heimsækja Safnahús Borgarfjarðar í Borgarnesi og fá leiðsögn um hinar stórskemmtilegu sýningar ‘Börn í 100 ár’ og ‘Ævintýri fuglanna’. Áður en lagt verður af stað aftur til Reykjavíkur verður snæddur kvöldverður í Landnámssetrinu (Grillsteikt lambafillé með ofnbökuðu rótargrænmeti, kartöflubátum og rósmarín-döðlusósu; volg súkkulaðikaka með blautum kjarna ásamt þeyttum rjóma; kaffi eða te).

Lagt verður af stað frá BSÍ (með rútu frá hinu liðlega rútufyrirtæki Snæland Grímsson!) stundvíslega kl. 8:30 og áætlað að koma til baka á sama stað um kl. 21:00.

Þátttakendur greiða 11.000 kr. hver og er þá allt innifalið, þ.e. rútuferð, hádegis-og kvöldverður, leiðsögn og aðgangseyrir á allar sýningar sem eru á dagskránni.

Þátttöku skal tilkynna til Rósu Þorsteinsdóttur fyrir þriðjudaginn 29. ágúst á netfangið rosat@hi.is eða í síma 8470870.

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem | 3 athugasemdir

Leikið með ljóðstafi og stemmur

2016-01-19 22.49.44Hægt er að hlusta á hljóðritun frá skemmtikvöldi Kvæðamannafélagsins Iðunnar á Rósenberg sem fór fram þann 17. janúar síðastliðinn með því að fara á heimasíðu RÚV, hér.

Umsjón: Arnþór Helgason

Vakin er athygli á því að tengillinn verður óvirkur þann 17. september, en vonandi verður komin varanleg hljóðskrá á heimasíðuna fyrir þann tíma.

Þessi færsla er flokkuð undir Fróðleikur | Skilgreint sem , | Athugasemdir

Heiðmerkurferð 2017

Fimmtudagskvöldið 15. júní, ætla Iðunnarfélagar að hittast í gróðurreit
félagsins við Grunnuvötn í Heiðmörk og njóta samverunnar í dásamlegu og friðsælu umhverfi.

Rímnalögin munu hljóma í samkveðskap undir fuglasöng. Munið að prenta út kvæðaheftið sem fylgir hér í tengli neðar.

Mælt er með að fólk hafi með sér nesti og nauðsynjar. Mæting er klukkan
20:00 við Maríuhella. Þaðan fara menn svo saman á þeim bílum sem eru hærri
til hnésins. Maríuhellar eru rétt innan við hliðið að Heiðmörk – því sem
snýr að Vífilsstöðum.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti.

Sjá t.d. þetta kort af svæðinu.

Hér er kvæðahefti fyrir samkveðskap sem félagar eru beðnir að prenta
út og taka með sér: Samkveðskapur-Heiðmörk

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem | Athugasemdir