Haustferð Iðunnar, 2. september 2017

Haustferð Iðunnar 2. september 2017

Haustferðin verður farin fyrsta laugardag í september að venju, sem í þetta sinn ber upp á 2. september.

Sveinbjörn Beinteinsson (1924-1993)

Sveinbjörn Beinteinsson (1924-1993)

Leiðin liggur á starfssvæði eins af yngstu kvæðamannafélögum landsins, Snorra í Borgarfirði. Ekið verður um Hvalfjörð, þar sem Hernámssetrið verður heimsótt, og Dragháls þar sem Sveinbjörns Beinteinssonar, alsherjargoða og kvæðamanns, verður minnst. Þá verður haldið að Reykholti þar sem Snorrastofa stendur fyrir sýningunni Saga Snorra (hún fjallar um Snorra Sturluson en ekki kvæðamannafélagið) 😀 Eftir að hún hefur verið skoðuð verður snæddur hádegisverður (súpa, pasta og salat) á Fosshóteli í Reykholti. Páll á Húsafelli verður síðan heimsóttur og litið á Hraunfossa í leiðinni. Á þessum hluta ferðarinnar munu félagar í kvæðamannafélaginu Snorra koma eitthvað við sögu.

Seinnipartinn er svo ætlunin að heimsækja Safnahús Borgarfjarðar í Borgarnesi og fá leiðsögn um hinar stórskemmtilegu sýningar ‘Börn í 100 ár’ og ‘Ævintýri fuglanna’. Áður en lagt verður af stað aftur til Reykjavíkur verður snæddur kvöldverður í Landnámssetrinu (Grillsteikt lambafillé með ofnbökuðu rótargrænmeti, kartöflubátum og rósmarín-döðlusósu; volg súkkulaðikaka með blautum kjarna ásamt þeyttum rjóma; kaffi eða te).

Lagt verður af stað frá BSÍ (með rútu frá hinu liðlega rútufyrirtæki Snæland Grímsson!) stundvíslega kl. 8:30 og áætlað að koma til baka á sama stað um kl. 21:00.

Þátttakendur greiða 11.000 kr. hver og er þá allt innifalið, þ.e. rútuferð, hádegis-og kvöldverður, leiðsögn og aðgangseyrir á allar sýningar sem eru á dagskránni.

Þátttöku skal tilkynna til Rósu Þorsteinsdóttur fyrir þriðjudaginn 29. ágúst á netfangið rosat@hi.is eða í síma 8470870.

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem | 3 athugasemdir

Leikið með ljóðstafi og stemmur

2016-01-19 22.49.44Hægt er að hlusta á hljóðritun frá skemmtikvöldi Kvæðamannafélagsins Iðunnar á Rósenberg sem fór fram þann 17. janúar síðastliðinn með því að fara á heimasíðu RÚV, hér.

Umsjón: Arnþór Helgason

Vakin er athygli á því að tengillinn verður óvirkur þann 17. september, en vonandi verður komin varanleg hljóðskrá á heimasíðuna fyrir þann tíma.

Þessi færsla er flokkuð undir Fróðleikur | Skilgreint sem , | Athugasemdir

Heiðmerkurferð 2017

Fimmtudagskvöldið 15. júní, ætla Iðunnarfélagar að hittast í gróðurreit
félagsins við Grunnuvötn í Heiðmörk og njóta samverunnar í dásamlegu og friðsælu umhverfi.

Rímnalögin munu hljóma í samkveðskap undir fuglasöng. Munið að prenta út kvæðaheftið sem fylgir hér í tengli neðar.

Mælt er með að fólk hafi með sér nesti og nauðsynjar. Mæting er klukkan
20:00 við Maríuhella. Þaðan fara menn svo saman á þeim bílum sem eru hærri
til hnésins. Maríuhellar eru rétt innan við hliðið að Heiðmörk – því sem
snýr að Vífilsstöðum.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti.

Sjá t.d. þetta kort af svæðinu.

Hér er kvæðahefti fyrir samkveðskap sem félagar eru beðnir að prenta
út og taka með sér: Samkveðskapur-Heiðmörk

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem | Athugasemdir

Maífundur og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 5. maí og kvæðalagaæfingin verður miðvikudaginn 3. maí.

Efni fundarins verður fjölbreytt að vanda, en Anton Helgi Jónsson ljóðskáld mun flytja kvæði og vísur eftir sig.

Ragnheiður Ólafsdóttir, sem ætlaði að kveða fyrir okkur, kemst ekki á fundinn, en í staðin ætlar Bára Grímsdóttir að kveða brot úr Golfrímu eftir Einar Thoroddsen.

Wilma Young og Chris Foster flytja m.a. dansmúsik sem var spiluð hér á landi á seinni hluta 19. og fyrri hluta 20. aldar. Wilma er fiðluleikari, en Chris spilar undir á gítar.

Þá verða fastir liðir á sínum stað, þ.e. bragfræðihornið, litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, samkveðskapur og gert að afla Skáldu

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi Iðunnar fer fram í Menningarmiðstöðinni  Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem , | Athugasemdir

Aprílfundur og kvæðalagaæfing

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 7. apríl og kvæðalagaæfingin verður miðvikudaginn 5. apríl

Pétur Húni Björnsson ætlar að flytja erindi um kvæðamennsku og menningararfinn, einnig ætlar hann að kveða.

Þá mun Gunnar Straumland flytja kvæði og vísur eftir sig.

Tvísöngvum verður gerð sérstök skil, en einnig eru verða fastir liðir á sínum stað, þ.e. bragfræðihornið, litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, samkveðskapur og gert að afla Skáldu

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi Iðunnar fer fram í Menningarmiðstöðinni  Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem , , | Athugasemdir

Aðalfundur Iðunnar og kvæðalagaæfing

004Aðalfundur Iðunnar föstudaginn  3. mars kl. 20.00.

Kvæðalagaæfing laugardaginn 4. mars kl. 14.00.  Barnagælur.

í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Aðalfundur – Fundarboð

Aðalfundur Kvæðamannafélagsins Iðunnar verður haldinn föstudaginn 3. mars kl. 20.00 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Venjuleg aðalfundarstörf:
1. Skýrsla formanns.
2. Skýrsla féhirðis.
3. Skýrslur nefnda.
4. Ákvörðun árstillags.
5.  Kosningar í stjórn, varastjórn, nefndir og skoðunarmanna reikninga.

Önnur mál

Stjórn Iðunnar hefur samþykkt að falla frá tillögum um breytingar á lögum

Eftir aðalfundinn hefst dagskrá félagsfundarinns.

Sigurlín Hermannsdóttir flytur eigið efni í bundnu máli.
Ennig verða fastir liðir t.d. samkveðskapur, tvísöngur og Litla kvæðamannamótir undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur, Litla hagyrðingamótið og afli Skáldu, í umsjón Helga Zimsen og Bragfræðihorn Ragnars Inga Aðalsteinssonar.

*Vakin er athygli á að kvæðlagaæfingin verður að þessu sinni á laugardegi, þann 4. kl. 14:00. Verður hún fyrir fjölskyldufólk með börn og alla þá sem hafa gaman af að syngja og kveða með börnum og fyrir þau. Þá verða kveðnar og kenndar ýmsar barnagælur. Æfingin er í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og Báru Grímsdóttur

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem , | Athugasemdir

Hadelin

Untitled-1 copyÚtgáfutónleikar þar sem Chris Foster kynnir nýjan disk

Mengi, Óðinsgata 2, 101 Reykjavík

laugardaginn 25. febrúar 2017 kl. 21.00

aðgangseyrir 2.000 kr

Árið 1997 gaf Topic Records (elsta sjálfstæða hljómplötuútgáfa heims) út ‘Layers’, fyrstu sólóplötu Chris Fosters. Platan fékk góðar umsagnir og varð það til þess að Chris öðlaðist sess meðal þeirrar kynslóðar svöngvara og gítarleikara sem á þeim tíma var að hasla sér völl í hópi flytjenda breskrar þjóðlagatónlistar. Síðan þá hefur mikið vatn til sjávar runnið en nú gefur Chris út sína sjöundu sólóplötu, ‘Hadelin’, sem var að hluta tekin upp í Reykjavík en einnig á Bretlandi þar sem nokkrir vel þekktir enskir þjóðtónlistarmenn spiluðu með Chris.

Á útgáfutónleikunum í Mengi fær Chris til liðs við sig söngvara og hljóðfæraleikara sem búa á Íslandi til að endurskapa útsetningarnar sem finnast á plötunni.

www.chrisfoster-iceland.com

Print

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Skilgreint sem | Athugasemdir

Um Hjallalands Helgu

 

Rósa Jóhannesdóttir og Steindór Andersen

Rósa Jóhannesdóttir og Steindór Andersen

Þann 6. janúar 2017, þrettándanum, flutti Rósa Jóhannesdóttir stutt erindi um Helgu Þórarinsdóttur sem kölluð var Hjallalands Helga og kvað tvær rímur eftir hana.

Helga Þórarinsdóttir frá Hjallalandi 1797-1874

Helga fæddist 13. apríl 1797 í Vatnsdalshólum og var dóttir Þórarins Jónssonar og Helgu Eyjólfsdóttur. Helgagiftist Þorleifi Þorleifssyni frá Hjallalandi í Vatnsdal árið 1822. Þau eignuðust 11 börn á 14 árum. Helga andaðist 30. september 1874. Það hefur verið sagt að Helga hafi byrjað snemma að yrkja, en trúlega hefur megnið af ljóðum hennar orðið til eftir að börnin komust upp.  Hún var þekkt undir nafninu Hjallalands-Helga en stundum var hún þó kölluð Skáld-Helga. Lausavísan Litla Jörp með liparn fót er kennd við hana. Erfiljóð sem hún orti eftir tvo syni sína birtust í Norðanfara í júlí 1863. Nokkur ljóðabréf skrifaði Helga og einnig orti hún í það minnsta einar rímur, Rímur af Partalópa og Marmoríu.

 

Rímur af Partalopa og Marmoríu

Fyrsta ríma (Ferskeytt)

Kristinn giftur keisari,
kappi, trúr í geði,
mildur, ríkur, mentauðgi;
Miklagarði réði.

Sínum vinum var indæll,
vitringanna jafni,
í orustum sigursæll;
Sergíus að nafni.

Hans drotningar heiti ei skráð
hefir sagan nýja,
þeirra dóttir þýð með dáð
þó hét Marmoría.

Hyggin létti harmagrein
hugar merkum leiði.
Gullnum ungdómseplum skein,
eins og sól í heiði.

Hún nam trúa á helgann Guð,
hafði á dygðum gætur.
Engann vildi ófögnuð
auka svannin mætur.

Iðnin fylgdi handa hent,
hrunda blómi var ‘ún,
líka stjörnu lærði ment,
langt af öðrum bar hún.

Hafði bæði hug og þrek,
hefja lista framann,
líka fræðin fornu lék,
fínt er svoddan gaman.

Þegar níu vetra var,
vefjan fræningsslóða,
helið sára hjartað skar
hennar föðurs góða.

Hörmuðu lýðir látinn gram,
lands í borgarsölum.
Höldum þeim í huga kvam
að hætta sorgartölum.

Eftir siðum æðstu lands,
ýtar gjörðu muna,
upp á Freyju Fullubands,
færðu kórónuna.

Úr 2. Rímu

Ég er meyjan Marmoría menntaríka
dæmi ég það dirfðin staka
að darra við á mér að taka.

Ræð ég mörgum ríkjum kóngs og rentu þjónum
hertogum, jörlum, herrum fínum.
Hlöðver líka föðum þínum.

Hefirðu ekki heyrt mér getið hér í ríki
hver er þeirrar mektar maki
maður eður sá ég taki.

Rétt fimm hundruð röska hef ég riddarana
ekki kemstu Freyr en fleina
frá mér leyni götu neina.

Hálfu fleiri herlýður með hjörinn stranga
áttu hingað orkuringur
erindiskornið vesalingur.

Þá við meyju mildings arfinn mælti svona:
Ég hræðist ekki hermenn þína,
hreysti þó ei spari sína.

Mínu fjöri fæ ég hlíft með Fjölnis skari
fremdar meira falla væri
fyrir þeim sem nokkuð hræri

Veit ég þó að völd ert þú af villum mínum
fyrir svoddan að mér einum
ættir þú að mæta skeinum.

Þér skal verða þrágoldið með þeirri vissu
hér í hvílu meydóm missa
munninn á þér líka kyssa.

 

Þessi færsla er flokkuð undir Fróðleikur | Skilgreint sem , | Athugasemdir

Febrúarfundur og kvæðalagaæfing

PrintNæsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 3. febrúar og kvæðalagaæfingin verður miðvikudaginn 1. febrúar.

Að venju er fjölbreytt dagskrá, en þjóðlaganefndin skipuleggur þennan fund og hann er því helgaður íslenskum og erlendum þjóðlögum.

Tríóið Crooked Chimney ætlar að koma fram, en það eru þau Linus Orri Gunnarsson Cederborg, Jamie McQuilkin og Hannah Boswell og eru þau tónlistarfólk frá Reykjavík Trad Session á Ölsmiðjunni í Lækjargötu. Þau munu leika nokkur lög.

Chris Foster syngur og leikur nokkur lög af nýju plötunni sinni Hadelin, en einnig mun Rósa Jóhannesdóttir og fjölskylda flytja nokkur lög.

Þá verða fastir liðir á sínum stað, þ.e. bragfræðihornið, litla hagyrðingamótið, litla kvæðamannamótið, samkveðskapur og gert að afla Skáldu

Athugið að kvæðalagaæfingar hefjast kl. 19:00, en félagsfundir hefjast kl. 20:00 og lýkur kl. 22:30. Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Starfsemi Iðunnar fer fram í Menningarmiðstöðinni  Gerðubergi sjá kort á ja.is

Þessi færsla er flokkuð undir Auglýsingar | Athugasemdir

Sigríður Friðriksdóttir kvæðakona

Á fundi Iðunnar í janúar 2017 flutti Bára Grímsdóttir áhugavert erindi um kvæðakonuna Sigríði Friðriksdóttur.  Hlusta má á hljóðrit af erindinu hér fyrir neðan.

 

Sigríður F b_wSigríður Friðriksdóttir (1886-1982) var fædd á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu.  Systir Þuríðar og þeirra systkina.  Sigríður vann sem verkakona eftir að hún fluttist til Reykjavíkur – mest við hreingerningar. Sigríður verður að teljast einhver merkilegasti kvæðamaðurinn sem finnst á hljóðritunum.  Hún kunni ógrynni af rímnastemmum sem hún flutti á sinn sérstaka hátt með hárfínum skreytingum sem fáir léku eftir.  Töluðu menn um þessar skreytingar sem “lissurnar hennar Sigríðar” og þóttust þar með afsakaðir frá því að reyna sig við þær.

Sigríður kveður 28 stemmur á silfurplötunum:  13-16, 121-136 og 165-172.

Þessi færsla er flokkuð undir Fróðleikur | Skilgreint sem , , | Athugasemdir