Flúr, nýr geisladiskur frá Funa

Út er kominn nýr diskur frá þjóðlagadúettinum Funa, sem samanstendur af Iðunnarfélögum, þeim Báru Grímsdóttur og Chris Foster.  Diskurinn ber nafnið Flúr og er  til sölu í Smekkleysu á Laugavegi 35 og hjá Báru og Chris í síma 6942644.

Á diskinum eru flutt þekkt þjóðlög, kvæðalög auk nýrra laga sem samin eru af Báru.

Þess skal getið að hætt hefur verið við áður auglýsta útgáfutónleika sem halda átti á fimmtudaginn næsta, 4. apríl  í Gerðubergi. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar