Óðfræðifélagið Boðn: Stofnfundur og málþing föstudag 3. maí

Undirbúningsnefnd fyrir stofnun félags um rannsóknir á kveðskap sem lagt er
til að nefnt verði *Óðfræðifélagið Boðn* boðar til stofnfundar og málþings
sem haldið er í félagi við Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands
og Málvísindastofnun Háskóla Íslands föstudaginn 3. maí kl 13:00 – 17:30 í
félagsheimili Ásatrúarfélagsins, Síðumúla 15.

Dagskrá

13:00 – 13:30
Stofnfundur félagsins.
Undirbúningsnefndin leggur til að það fái nafnið Óðfræðifélagið Boðn.
Sjá tillögur að fyrstu lögum félagsins á öftustu síðu.

13:30 – 14:00
Þórhallur Eyþórsson
Bylting á vinstra vængnum; bragfræði og brottfall norrænna sagnarforskeyta.

14:00 – 14:30
Þorgeir Sigurðsson:
Erindaskipting í dróttkvæðum og í kviðuhætti

14:30 – 15:00
Sesselja Helgadóttir:
Áttaviti fyrir þulur

15:00 – 15:30
Sveinn Yngvi Egilsson
Formleg þjóðernisbarátta? Um hlutverk bókmenntaforma fyrir evrópskar
smáþjóðir 19. aldar

15:30 – 16:00
Léttar veitingar í boði bókaútgáfunnar Uppheima

16:00 – 16:30
Anna Sigríður Þráinsdóttir og Ragnar Ingi Aðalsteinsson:
Fjögur h í stuðla

16:30 – 17:00
Kristján Jóhann Jónsson:
Grátittlingur og trúarlegt stökk

17:00 – 17:30
Þórður Helgason:
Nýr háttur

17:30
Málþingi slitið

Dagskrá með útdráttum er að finna í viðhengið á PDF-sniði og á vefslóðinni:
http://bragi.arnastofnun.is/les.php?id=4

Þessi færsla var birt í Auglýsingar og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar