Nýhent

+ Hver vill reyna að hræra fjöll

Nýhent, frumhent

Rímur af Víglundi og Ketilríði3. ríma, vísur 1 — 4

Hver vill reyna að hræra fjöll,
og hjörtu þeirra sundur mola,
sem skruggu-steina og ósköp öll
eru búin við að þola?

Hver vill ræna hita frá
heiðri sól um vorsins daga,
sem lundi grænum logar á,
í loftið vill hans greinir draga?

Hver vill banna fjalli frá
fljóti rás til sjávar hvetja?
Veg það fann, sem manngi má
vóti neinar skorður setja.

Hver má banna blómstur tvenn
bindi saman heldar rætur,
og vaxi þannig saman senn,
sem náttúran vera lætur?

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson
Stemma: Úr Borgarfirði. Höskuldur Eyjólfsson, Hofsstöðum

+ Þú ert hljóður, þröstur minn,

Nýhent, hringhent

Fyrsti maí

Þú ert hljóður, þröstur minn,
þér eru góðar horfnar bögur;
fyrr ég óðinn þekkti þinn,
þá voru ljóðin mörg og fögur.

Hefurðu engin hljóð í dag?
hér ég lengi feginn biði,
ef ég fengi eitthvert lag,
áður en gengi sól að viði.

Þér er lagin þögnin ein,
þú hefur blæinn haft um vangann
og horft á æginn efst af grein
allan daginn sumarlangan.

Kannske líði útferð að,
og þín bíði norður í sænum
uppi í hlíð á hlýjum stað
hríslan fríð í dalnum grænum.

Veit ég þrátt um vorsins stund
var þar kátt um holt og steina;
sungið hátt í hverjum lund,
hoppað dátt á milli greina.

Vísur: Þorsteinn Erlingsson
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson
Stemma: Víða kunnug

+ Númi hvítum hesti reið

Nýhent, víxlhent

Rímur af Núma kóngi Pompílssyni5. ríma, vísur 62 — 65

Númi hvítum hesti reið
hetjan bar sig vel í sæti
klárinn nýtur kunni skeið
kvikari var en ljón á fæti.

Létt sem flygi lausamjöll
lék skævaður söðulboga
reiðartygin eru öll
úðar hlaðin vafurloga.

Hersilíu vagninn við
vóð hinn stinni jór á beinum
Númi því á þessa hlið
þeyta kynni brúnasteinum.

Blása menn til burtferðar
byrja hætta reisu þora
grundu renna glófaxar
götur og stræti járnum spora.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Sigurður S. Straumfjörð (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Mýrasýslu

+ Lækir flæða, hækka hreim

Nýhent, hringhent / víxlhent

Lækir flæða, hækka hreim,
hugljúf kvæði skap mitt yngja,
engin mæða amar þeim,
æsku bræður mínir syngja.

Árglöð kalla ærslin þar,
yngist sjálfur vori feginn,
Hálfar falla hendingar,
hoppa álfar fram á veginn.

Vængir blaka, hefjast hátt,
heiði taka, þrárnar seiða.
Sólheit vakir sunnanátt,
svanir kvaka fram til heiða.

Blána fjöll og birtir nótt,
brak og sköll um heiðarlendur.
Vatnaföllin vaxa ótt,
vetur höllum fæti stendur.

Vísur: Stefán frá Hvítadal
Kvæðamaður: Sigríður Friðriksdóttir
Stemma: Kunnug víða um land

+ Þú ert hljóður, þröstur minn (2)

Nýhent, hringhent

Fyrsti maí

Þú ert hljóður, þröstur minn,
þér eru góðar horfnar bögur;
fyrr ég óðinn þekkti þinn,
þá voru ljóðin mörg og fögur.

Hefurðu engin hljóð í dag?
Hér ég lengi feginn biði,
ef ég fengi eitthvert lag,
áður en gengi sól að viði.

Þér er lagin þögnin ein,
þú hefur blæinn haft um vangann
og horft á æginn efst af grein
allan daginn sumarlangan.

Kannske líði útferð að,
og þín bíði norðr í sænum
uppi í hlíð á hlýjum stað
hríslan fríð í dalnum grænum.

Vísur: Þorsteinn Erlingsson
Kvæðamaður: Sigríður Friðriksdóttir
Stemma: Úr Breiðafirði

+ Lofðung eftir lesinn dóm

Nýhent

Rímur af Núma kóngi Pompílssyni5. ríma, vísur 11 — 14

Lofðung eftir lesinn dóm
lætur farið heim að sölum
mikinn gjörðu Rómar róm
Rómúlar að fyrirtölum.

Númi þoldi valla við
vaka ástarsárin – lengur
Tasa kóngs við hægri hlið
hugsandi og lotinn gengur.

Rennur honum í þanka þá
þungu hlífartröllin hvetja
vífi fylgja valþing á
og verða öllum frægri hetja.

Að verja brúðar væna líf
og vera henni brjósti skjöldur
vaða svo með Hildarhníf
heitar gegnum dreyra öldur.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Sigríður Hjálmarsdóttir (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Ingimundur Sveinsson

+ Skipið flaut og ferða naut

Nýhent, oddhent, hringhent

Rímur af Víglundi og KetilríðiUpphaf 10. rímu

Skipið flaut og ferða naut,
flenntust skaut á hafla-búðum,
stormur þaut, en láin laut
limablaut að öllum súðum.

Vindum sá er valda á,
vængi gráa arnar þeytir,
settist þá á hnúkinn há,
helst er snjáa landið skreytir.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Kjartan Hjálmarsson
Stemma: Guðmundur Helgason

+ Tryggðin há er höfuðdyggð

Nýhent, frumhent

Rímur af Víglundi og KetilríðiMansöngur 3. rímu

Hver vill ræna hita frá
heiðri sól um vorsins daga,
sem lundi grænum logar á,
í loftið vill hans greinir draga?

Hver vill reyna að hræra fjöll,
og hjörtu þeirra sundur mola,
sem skruggusteina og ósköp öll
eru búin við að þola?

Hver vill banna fjalli frá
fljóti rás til sjávar hvetja?
Veg þann fann, sem manngi má
móti neinar skorður setja.

Hver má banna að blómstur tvenn
bindi saman heldar rætur,
og vaxi þannig saman senn,
sem náttúran vera lætur?

Hver vill binda huga manns,
að hvergi megi þönkum fleyta?
Þar sem yndi eirir hans,
ætíð mun hann þangað leita.

Hver má skilja flóð við flóð,
farveg einn ef hitta taman,
og skilja vilja blóð við blóð,
sem blæðir tveimur æðum saman?

Engir menn því orkað fá,
og aldrei heldur munu kunna,
að halda kvenna hjörtum frá
honum, sem þær vilja unna.

Tryggðin há er höfuðdyggð
helst ef margar þrautir reynir,
hún er á því bjargi byggð
sem buga ekki stormar neinir.

Allrahanda hrekkjaspil,
hræðslu og vanda tryggðin brýtur,
hennar band og ástaryl
ekki fjandinn sjálfur slítur.

Drósum segja dæmin kunn
dirfist eg um hennar blóma —
leggðu, Freyja, mál í munn
mér að syngja helga dóma!

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Vigdís Kristmundsdóttir
Stemma: Ásbjörn Eggertsson

+ Þér er lagin þögnin ein

Nýhent, hringhent

Fyrsti maí

Þú ert hljóður, þröstur minn,
þér eru góðar horfnar bögur;
fyrr ég óðinn þekkti þinn,
þá voru ljóðin mörg og fögur.

Hefurðu engin hljóð í dag?
hér ég lengi feginn biði,
ef ég fengi eitthvert lag,
áður en gengi sól að viði.

Þér er lagin þögnin ein,
þú hefur blæinn haft um vangann
og horft á æginn efst af grein
allan daginn sumarlangan

Kannske liði útferð að,
og þín bíði norðr í sænum
uppi í hlíð á hlýjum stað
hríslan fríð í dalnum grænum.

Veit ég þrátt um vorsins stund
var þar kátt um holt og steina;
sungið hátt í hverjum lund,
hoppað dátt á milli greina.

Skjólið völdu vinir þar,
vor er köldu blés af heiði,
svo á kvöldin sungin var
söngva fjöld á litlum meiði.

Sunnan bæði á sæ og grund
sól nú gæðin lætur streyma;
en þó hún klæði þennan lund,
þá er hann æði nakinn heima.

Enn um sjá við kennum kalt
Kára frá af Svía heiðum;
um þig sá mun anda svalt
á þeim bláu norðurleiðum.

Hér er betra lund af lund
lyft að geta vængjum sínum;
enn er vetur yfir grund,
ís og hret í dalnum þínum.

En er lítið líður frá
læðing brýtur fjall og dalur;
ei mun hvíla ættlands brá
alltaf bíta vetur svalur.

Dagar langir ljósum arm
leiða þangað vor um geiminn
með sól í fangi, blóm við barm
og bros á vanga norðr í heiminn.

Þá er stundin. Þá er mál
þig á fundinn vina að búa,
kveðja lundinn yst við ál
og á sundin norður snúa.

Vísur: Þorsteinn Erlingsson
Kvæðamaður: Jóhann Garðar Jóhannsson
Stemma: Jóhann Garðar Jóhannsson

+ Brýni kænu í brim og vind

Nýhent, hringhent

Vísur Víglundar II

Brýni kænu í brim og vind,
bylgjan græn þó vatni um hlíðar,
ef úr sænum yddir tind
yfir bænum Ketilríðar.

Vísa: Stephan G. Stephansson
Kvæðamaður: Margrét Hjálmarsdóttir
Stemma: Jósep Bjarnason

+Vonin þreyða vekur dáð

Nýhent, hringhent

Bjartsýni

Vonin þreyða vekur dáð
veginn greiðir, enn ófarna.
Öll er leiðin liljum stráð.
Lýsir í heiði gleðistjarna.

Trúin færir tál á bug.
Tryggð sá lærir aðra batar.
Vonin nærir, vermir hug.
Vegi kæra þráin ratar.

Ætíð lýðum yljar blóð
aukin prýði nýrra fremda,
þá hin blíða gleðiglóð
glampar í hlíðum unaðssemda.

Hefir tapað þrótt við þrár
þrátt afglapi viljahálfur.
Lukkuhrap um æfiár
oft því skapar margur sjálfur.

Vísur: Bjarni Jónsson frá Akranesi
Kvæðamaður: Bjarni Jónsson frá Akranesi
Stemma: Bjarni Jónsson frá Akranesi