Útgáfa
Í Geislum Sólarlagsins
Námsefni í íslensku, samfélagsfræði og tónmennt var gefið út á heimasíðu félagsins 2019. Höfundar eru Bára Grímsdóttir og Ragnar Ingi Aðalsteinsson.
Segulbönd Iðunnar
Næstu 160 stemmur sem hljóðritaðar voru á vegum félagsins voru teknar upp á segulbönd í kringum 1960. Þær stemmur voru gefnar út á bók og fjórum geisladiskum árið 2018. Með hverju lagi eru prentaðar nótur og vísur. Í bókinni eru einnig greinar sem tengjast efninu, yfirlit yfir bragarhætti rímna og upplýsingar um kvæðafólkið, vísnahöfunda og þau sem stemmurnar eru kenndar við. Ritstjóri útgáfunnar var Rósa Þorsteinsdóttir.
Kaupa bók: Verð 5.000 kr. + sendingarkostnaður
Sendið tölvupóst til umsjónarmanns útgáfusjóðs Iðunnar á .
Hægt er að hlusta á lagboðavísurnar hér.
Höfundur er Ragnheiður Ólafsdóttir, en Kveðskaparkverið kom út á heimasíðu félagsins 2016.
Silfurplötur Iðunnar
Á 75 ára afmæli Iðunnar 15. september 2004 kom út bókin Silfurplötur Iðunnar. Bókin inniheldur fjóra geisladiska með 200 fyrstu stemmunum sem félagið lét taka upp. Þær voru hljóðritaðar á lakkplötur á árunum 1935-36. Bókin inniheldur allar vísur sem kveðnar eru og stemmurnar skrifaðar á nótum. Auk þess eru greinar um félagið, kveðskap, rímur og upptökurnar eftir valinkunna sérfræðinga. Bókinni fylgir ítarleg nafnaskrá allra sem koma við sögu.
Athugið að bókin er uppseld, en hægt er að hlusta á lagaboðana (sjá hér)