Langhent

+ Svefninn býr á augum ungum

Langhent, hringhent / víxlhent

Rímur af Núma kóngi Pompílssyni4. ríma, vísur 19 — 22

Svefninn býr á augum ungum,
eru þau hýr þó felist brá
rauður vír á vangabungum
vefur og snýr sig kringum þá.

Sig innvikla í rósum rörum
rauðu taumar æða blá
litir sprikla létt á vörum
og laga draumabrosin smá.

Andinn hlýr sem ilminn nýta
óspart lénar vitum sinn
í lífinu býr og brjóstið hvíta
í bungur þenur og dregur inn.

Húðin skæra hönd og fótinn
hægt í kringum vafin er
um sívöl lærin liðamótin
litla hringi marka sér.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Björn Friðriksson
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Árni Árnason gersemi

+ Númi undi lengi í lundi

Langhent, oddhent / víxlhent

Rímur af Núma kóngi Pompílssyni4. ríma, vísur 13 — 16

Númi undi lengi í lundi
leiðir sveigir hér og þar
lítur hann sprund hún lá í blundi
lík skjaldmey að búning var.

Höfuðið ljósa lagt hún hefur
létt á skjöldinn, vanga hjá
hjálmur drósar hýrt er sefur
hulinn öldustjörnum lá.

Hárið bjarta brynju þekur
í bylgjum gylltum niður flaut
allt hvað hjartans undrun vekur
augun fyllti brúðar skraut.

Spjót eitt undir hefur hendi
hún í dúni skógar lá
ljósið Þundar ljóma sendi
lindatúni meyjar frá.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Björn M. Ólsen

+ Móðurjörð hvar maður fæðist

Langhent

Rímur af Núma kóngi Pompílssyni3. ríma, vísur 1 — 3 og 5

Móðurjörð hvar maður fæðist
mun hún eigi flestum kær
þar sem ljósið lífi glæðist
og lítil sköpun þroska nær?

Í fleiri lönd þó fengi drengir
forlaganna vaðið sjó
hugurinn þangað þrengist lengi
er þeirra fögur æskan bjó.

Mundi ég eigi minnast hinna
móðurjarðar tinda há
og kærra heim til kynna minna
komast hugarflugi á?

Um þína prýði að þenkja og tala
það er tíðast gleðin mín
í högum fríðu hlýrra dala
hjörð um skríður brjóstin þín.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Strandasýslu. Jón Þórðarson

+ Bólu-Hjálmar bjó í skugga

Langhent, frumþráhent

Bólu-Hjálmar bjó í skugga,
böls og gremju hveljur saup;
skjól í hálmi, skarn og frugga
skáldmæringur fékk í kaup.

Bólu-Hjálmar baldinn risti
blóðgar rúnir heimskum lýð;
ól úr málmi hnýtta hristi
hjartalausri nirfils-tíð.

Vísur: Matthías Jochumsson
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (kenndi og kvað)
Stemma: Keflavíkurlag

+ Blunds til leifa vakna verða

Langhent, víxlhent

Rímur af Úlfari sterka9. ríma, mansöngur, upphaf

Blunds til leifa vakna verða,
valir grana mínir brátt.
Fjöðrum hreyfa, flugið herða,
finna að vana sögunnar þátt.

Mig kann öldin ekki saka,
eg þó gerði um vetur há.
Að skemmta á kvöldin, skemmri vaka,
skilst mér verði heldur þá.

Menn við una, margir kvæði,
mjúk er spretta góms af þel;
en mig grunar, Austra flæði,
engum þetta falli vel.

Mælsku fjáðum allir unna
orðgnótt sljó hún líkar ver.
Fleiri að bráðum fljúga kunna,
fuglar þó en haukarnir.

Vísur: Þorlákur Guðbrandsson
Kvæðamaður: Sigurður S. Straumfjörð (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Mýrasýslu

+ Enn skal reyna óð að smíða

Langhent, hringhent

Svoldarrímur3. ríma upphaf

Enn skal reyna óð að smíða
illa og seina ljóðaskrá
ef eðalsteinastorðir hlýða
stirðar greinir kvæða á.

Ég á bágt að bagla kvæði
býsna smátt því gengur mér
það er fátt sem geðið glæði
og greinaþáttinn mýki hér.

Í söngvakirkju ég sit og blíni
sopi styrkir enginn hót
þannig yrkja þrotinn víni
það er Tyrkjavinna ljót.

Svona þreyi ég þankahrelldur
við þvættingsgreyið fram á nótt.
Rósa er eigi heima heldur
hvað á að segja? – Það er ljótt.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Kristmann Sturlaugsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Strandasýslu. Sigurður hundalæknir

+ Þegar vakan þreytir lundu

Langhent, hringhent

Þegar vakan þreytir lundu
þá skal stakan hljóma dátt,
þýða klakann, stytta stundu,
stæla bak og efla mátt.

Sumir unna léttum lögum,
listir grunnar falla í geð.
Hringhendunnar hjartaslögum
hót ei kunna að fylgjast með.

Fylgja blindum formsins reglum
frjálsan hindrar ljóðaslátt.
Eftir vindi ek eg seglum,
ei mig bind við vissan hátt.

Verði skjól á vegi mínum,
vermi sólin hlý og björt,
þá mun bóla á betri línum,
braga hjólin snúast ört.

Vísur: Sveinn Hannesson frá Elivogum
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Sveinn Hannesson frá Elivogum

+ Man ég fyrrum þyt á þökum

Langhent, hringhent

Kvöldvökur

Man ég fyrrum þyt á þökum
þreyta styr við éljadrög,
þá á kyrrum kvelda vökum
kveiktu hyrinn rímnalög.

Birti um rann af fornum funa
fljótt er annir leyfðu það.
Gleði brann í mildum muna.
Mamma spann, en pabbi kvað.

Söng í eyrum sagan góða,
sagði meira en orðin tóm.
Rann af geirum refilþjóða
rauður dreyri máls í hljóm.

Svipti griðum sérhver líking,
send á mið hins dýra brags,
eins og skriði í vesturvíking
valið lið þess horfna dags.

Vísur: Jóhannes úr Kötlum
Kvæðamaður: Sigríður Friðriksdóttir
Stemma: Víða kunnug

+ Móðurjörð hvar maður fæðist

Langhent

NúmarímurUpphaf mansöngs 3. rímu

Móðurjörð, hvar maður fæðist,
mun hún eigi flestum kær?
Þar sem ljósið lífi glæðist,
og lítil sköpun þroska nær.

Í fleiri lönd þó fengi drengir,
forlaganna vaðið sjó,
hugurinn þangað þrengist lengi,
er þeirra fögur æskan bjó.

Mundi eg eigi minnast hinna,
móðurjarðar tinda há,
og kærra heim til kynna minna,
komast hugarflugi á?

Jú, eg minnist, fóstra forna!
á fjöllin keiku, sem þú ber,
í kjöltu þinni kvöld og morgna,
kvikur leikur muni sér.

Um þína prýði að þenkja og tala,
það er tíðast gleðin mín,
í högum fríðu hlýrra dala,
hjörð um skríður brjóstin þín.

Smala hlíðin hjarða fjöldin,
heim að líður stekkjunum,
þar eg síð á sumarkvöldin,
sat í víðirbrekkunum.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Vigdís Kristmundsdóttir
Stemma: Ásbjörn Eggertsson

+ Mönnum valda virðist kvalar

Langhent, hringhent

Vetur

Mönnum valda virðist kvalar
veðra baldið háttalag,
nepjan aldrei andar svalar
en um kaldan vetrardag.

Fyllir slakka mjallarmélið,
mörkin blakka gistir nátt.
Hríðarklakka kembir élið
kólgubakki í norðurátt.

Vísur: Guðmundur Ingiberg Guðmundsson
Kvæðamaður: Nanna Bjarnadóttir
Stemma: Bjarni Jónsson frá Akranesi

+ Ellin stóra á sér galla

Langhent, hringhent

Ellin stóra á sér galla
eg þó rór hér niður sest.
Gamlir skór að fæti falla
fleina þórum jafnan best.

Vísa: Bjarni Jónsson frá Akranesi
Kvæðamaður: Nanna Bjarnadóttir (Guðmundur Ingiberg Guðmundsson kenndi)
Stemma: Úr Vatnsdal

+ Hafið þið sending frá mér fengið

Langhent, víxlhent

Jómsvíkingarímur13. ríma, 33 — 35

„Hafið þið sending frá mér fengið?“
frétti hann, er særður lá.
Örvabendi innti mengið
allt hið sanna þessu frá.

„Minni gæfan varð en vildi,“
viður mána Rínar kvað,
„jarlinn hæfa í haus ég skyldi,
hefði ei lánið bannað það.“

Seggir vega að særðum þegni
síst þar bjóðast griður réð,
deyði þegar dofinn megni
drengskaps góðum rómi með.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi
Stemma: Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi

+ Hermenn þreyttir hildi læra

Langhent, hringhent

Númarímur3. ríma, 44 — 49

Kemur í staðinn Númi nýtur,
nær að skoðast þar um kring,
en sér hvað, er augað lítur
ákaft boðar hildar þing.

Málmar emja hátt við hamri,
hlífar lemjast steðjum á,
engin hemja er á því glamri,
eldar semja járnin blá.

Smiðju hreyktist gufan gráa,
glóðir kveiktar bröndum á,
skýjum feyktu af hveli háa
og himininn sleiktu nakinn þá.

Hermenn þreyttir hildi læra,
hlífum skreyttur sérhver er,
hesta sveittu í eyrun æra
orustu þeyttu lúðrarner.

Númi undrast, Númi hræðist,
Númi grundar hvað til ber,
Númi skundar, Númi læðist,
Númi undan víkur sér.

Gegnum býinn leiðir liggja,
loks hann finnur konungs rann
og aldurhniginn Tasa tiggja,
til sín inn sá leiðir mann.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi
Stemma: Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi

+ Kvenna geð mun vart í vafa

Langhent, hringhent

Á kaffikvöldi Iðunnar

Lengri ei tafir vífin vilja
um verðlaun af mér tilskilin.
Andans gjafir því skal þylja,
þær svo hafi vilja sinn.

Kvenna geð mun vart í vafa
að velja gleði á mannfundum.
Konur séð um kvöldið hafa,
konur réðu veitingum.

Ýmsu góðu er á að taka
er þær bjóða skemmtikveld.
Á kærleiksglóðum kökur baka,
kaffið sjóða á Lofnar eld.

Viljans bál og hagleiks hyggja
hlýjan mála skemmtireit.
Eldaskála þyrftu ei þiggja,
þeirra sál er nógu heit.

Sprunda í svip og fasi fríða
fjörs tilgripin hressa mann.
Mundir liprar hjarta hlýða,
heilinn skipa fyrir kann.

Þakkir gjalda þeim skal öllum,
þær hafa haldið loforð sín.
Kvennavald sé viðsjált körlum
verður aldrei skoðun mín.

Við þær mynnast veldur blossa,
varir þynnast mundu þá.
Hundrað sinnum hundrað kossa
hrundir svinnar ættu að fá.

Vísur: Bjarni Jónsson frá Akranesi
Kvæðamaður: Bjarni Jónsson frá Akranesi
Stemma: Bjarni Jónsson frá Akranesi