Stefjahrun
+ Örmum vefjast sól og sef
Stefjahrun, oddhent, hringhent
Tregaríma — Upphaf
Örmum vefjast sól og sef.
Sævar hefjast dun.
Ei skal tefja. Öld ég gef
oddhent stefjahrun.
Byggir torgin arg og org,
öll þar korgast sál.
Hljóð er sorg í sinnis borg
er sortnar morguns bál.
Eftir genginn góðan dreng
grátur þrengir róm.
Heyrir lengi í hjartans streng
harmafenginn óm.
Vorsins missti ég vænsta kvist
vonaþyrstan brag,
er þú varst, systir, síðast kysst
af sól um tvistan dag.
Sama blóð í æð og óð
okkar flóði heitt.
Aðeins hljóðlát hryggðarljóð
fær hnipinn bróðir veitt. —
Vísur: Jakob Jóh. Smári
Kvæðamaður: Flosi Bjarnason
Stemma: Af óvissum uppruna