Stuðlafall

+ Að Hlíðarenda heim nú venda af þingi

Stuðlafall, mishent

Rímur af Gunnari á Hlíðarenda11. ríma, vísur 51 — 55

Að Hlíðarenda heim nú venda af þingi
Gunnar fríði og flokkur manns,
fagna lýðir boði hans.

Bar Hallgerður brögnum verð í stofu,
smjör og ost þar öldin fann.
Undrast kostinn Gunnar þann.

Veit þess eigi von í eigin búi.
Spurði hvaðan hefði frú
hlotið það. En gegndi sú:

Þaðan frá sem þú mátt dável neyta,
nauðsyn kalla engin er
um búrdalla að kynna sér.

Högg á vanga hetjan stranga lysti
sprundi. Reiður þuldi þá:
Þýfi leiðu ei mötumst á.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Árnessýslu

+ Hvað má bjóða bestum fljóða skara

Stuðlafall, mishent

Rímur af Víglundi og Ketilríði2. ríma, upphaf

Hvað má bjóða bestum fljóða skara
í mansöngs skyni, meðan hér
menntavini kvæðin ber?

Veit eg meyjar munu segjast eiga
formálana, er flytjum vér —
fornan vana helga ber.

En eg þykist að þeim vikið hafa
nokkrum bögum, þegar þjóð
þuldi sögu-málin fróð.

Við hverja rímu á hvíldartímum mínum
kátra sprunda kvað eg lof,
kannske stundum þó um of.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Björn Friðriksson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu

+ Skálin tóm á skutli Óma hvolfdi

Stuðlafall, mishent

Rímur af Göngu Hrólfi6. ríma, vísur 14 — 18

Skálin tóm á skutli Óma hvolfdi,
Gínars fagna gildi því,
gengu bragnar salinn í.

Vilhjálm kveður kónginn meður virktum.
Hilmir fréttir heiti að,
hinn af létta veitir það.

„Vildi eg þýðast þennan bíða vetur,
yðar sæll í höllu hér,
Hrólfur þræll minn fylgir mér.

Virðing mína vildi eg sýna lýðum,
auðgu ríki farinn frá,
fylki líkan mér að sjá.“

Vísur: Hjálmar Jónsson frá Bólu
Kvæðamaður: Sigríður Friðriksdóttir (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Hjálmar Lárusson

+ Hliðskjálfs sjóla haukur rólið missti

Stuðlafall, samhent, frárímað

Rímur af Andra jarli16. ríma, vísur 11 — 14

Hlíðskjálfs sjóla haukur rólið missti,
svofnis bóla – sem að hver,
sendir kjóla voðins ber.

Þangað fría þjóðin nýja flokka,
fleins að drýgja fárviðrin,
fimm og tíu hundruðin.

Högni sendi hárs um kvendi Ragnar,
stríðs við kenndan atvik öll,
átti fjöndum hasla völl.

Kappinn stinnur kom að hinna búðum,
og frá kynnir Ýmu stað,
í bað minni leggja það.

Vísur: Gísli Konráðsson
Kvæðamaður: Sigríður Hjálmarsdóttir (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu

+ Uppvaknaður óðar blað og penna

Stuðlafall, samhent, frárímað

Rímur af Án bogsveigi9. ríma, upphaf

Uppvaknaður óðar blað og penna,
til ætlaða tóna skrá
tek eg, hvað sem gengur á.

Heldur mikið hér oss þykir vera
svakk og kvik af sveitum léð,
sem vill hika og rugla geð.

Oft svo gengur eru drengir kátir,
sem á vengi sels við bý
sitja lengi veri í.

Ei mun tjá að tala um stjáið lýða;
eitthvað má þó erja við
óðar smáa handverkið.

Vísur: Sigurður Bjarnason
Kvæðamaður: Jóhann Garðar Jóhannsson
Stemma: Úr Breiðafirði. Jóhann Garðar Jóhannsson

+ Nú er slegið, nú er dregin hrífa

Stuðlafall, mishent, framsamyrt

Nú er slegið, nú er dregin hrífa,
nú eru hjúin nýt að sjá,
nú er búið Skarði á.

Vísa: Eftir óþekktan höfund
Kvæðamaður: Anna Halldóra Bjarnadóttir
Stemma: Björn Guðmundsson (Bjössi á Holtastöðum)

+ Rennur Jarpur, rænuskarpur klárinn

Stuðlafall, mishent

Rennur Jarpur, rænuskarpur klárinn,
víða um frónið fram skeiðar,
fríða ljónið það reiðar.

Braga stuðla ber og kuðlar saman
engri skímu skilnings nær
skitna rímu kveðið fær.

Vísur: Eftir óþekkta höfunda
Kvæðamaður: Kjartan Hjálmarsson
Stemma: Jón Konráðsson

+ Á þær trúi eg allt eins nú og forðum

Stuðlafall, mishent

Rímur af Víglundi og KetilríðiMansöngur 2. rímu

Hvað má bjóða bestum fljóðaskara
í mansöngs skyni, meðan hér
menntavini kvæðin ber?

Veit eg meyjar munu segjast eiga
formálana, er flytjum vér —
fornan vana helga ber.

En eg þykist að þeim vikið hafa
nokkrum bögum, þegar þjóð
þuldi sögumálin fróð.

Við hverja rímu á hvíldartíma mínum
kátra sprunda kvað eg lof,
kannske stundum þó um of.

Gjöfin hver til gjalda sér og launa,
því eg mæni einatt á
eðal væna steina gná.

Á þær trúi eg allt eins nú og forðum,
þó að sprundin hafi hér
harma stundum aukið mér.

Hvar sem tryggð að hugar byggðum situr,
mun hún sjaldan meinafrí
mega halda býli því.

Þar sem yndi einn vill binda viður,
magna vinda meinsemdar
myrkra kindur öfundar.

Ástin fljóða eðlisgóða og blíða,
oss þó mæði illskan grá,
óðum græðir hugarþrá.

Mér þær tíðum mikið blíðar voru,
að þó líði amaský,
óðum stríði eg gleymi því.

Huggun þá í huga má eg geyma,
þótt eg eldast ætti hér,
ei eg held þær gleymi mér.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Vigdís Kristmundsdóttir
Stemma: Ásbjörn Eggertsson

+ Daggir falla dagsól alla kveður

Stuðlafall, frárímað, samhent

Sunnudagskvöld

Yfir hlíðum aftanblíða hvílir;
sefur í víðirunni rótt
rjúpan kvíðalaust og hljótt.

Ennþá vakir ein og kvakar lóa,
sú hin staka, sæta raust
sjer að baki felur haust.

Bíddu, lóa, berjamóar anga,
fyrst er snjó í fjöllin ber
frjáls yfir sjóinn lyftu þér.

Blessuð, láttu blíða sláttinn hljóma!
kveð mig í sátt við eitt og allt
áður en nátthrím fellur svalt.

Þín ég leita því ég veit það, lóa:
enginn breytir eins og þú
angri og þreytu í von og trú.

Meðan lýðir helgar tíðir halda
á þinn blíða aftansöng
eg vil hlýða kvöldin löng.

Láttu mónum lyngi grónum yfir
líða tóna ljósan stig,
leiða róna yfir mig.

Heiðakirkjan hljómar birkitjölduð;
hollari styrk þar hjartað fær
heldur en myrkum grátum nær.

Daggir falla, dagsól alla kveður,
en mig kallar einhver þrá
yfir fjallaveldin blá.

Lóa smá, er lyfta fráir vængir!
Löngun þá til þín ég ber,
þú mátt sjá hve djúp hún er.

Vísur: Hulda
Kvæðamaður: María Bjarnadóttir
Stemma: Bjarni Jónsson frá Akranesi

+ Þú skalt, Hrólfur, þröngt um hólfið bjarkar

Stuðlafall, mishent

Göngu-Hrólfs rímur6. ríma, 48 – 49

„ Þú skalt, Hrólfur, þröngt um hólfið bjarkar
herða sprækur hugað fér,
hjörtinn sækja og færa mér.

Þínum herra þótt að verra sýnist,
sköpum stríðum skyldugur
skaltu hlýða nauðugur.“

Tíminn líður

Tíminn líður, líður en bíður eigi,
eins og stríðum straumi fljót
stefnir víðisfaðmi mót.

Lít eg yfir, yfir lifuð árin
undrun hrifinn harm ég ber:
Hratt þeim svifar burt frá mér.

Ennþá bíður, bíður ósmíðað efni
sem ég hefi víða viðað að;
vildi sníða og prýða það.

Hef ég lengi, lengi gengið svona,
hreyft við strengjum endur og eins.
Aldrei fengið ró til neins.

Kvæðabrotin, brot, sem nota mætti,
mig hefur þrotið þolið við.
Þau hafa hlotið stundarbið.

Allt er í molum, molum þol og fjörið
líf í kolum glóð sem gaf.
Gleymskan skolar öllu í kaf!

Vísur: 1. Hjálmar Jónsson frá Bólu, 2. Sigurður Jónsson frá Arnarvatni
Kvæðamaður: Margrét Hjálmarsdóttir
Stemma: Ketill Indriðason

+ Söxin þrjú tók sérhver nú að reyna

Stuðlafall, mishent

Rímur af Indriða ilbreiða4. ríma, 31 — 36

Daginn þriðja þá Indriða finnur
niflung séði og náði að tjá:
„Nú er veður fagurt á.“

Söxin tvenn þeir síðan spenna báðir
í loftið nenna létta þeim
leika senn í höndum tveim.

Þannig lengi leikast drengir viður,
mátti enginn milli sjá
um menntagengi beggja þá.

Söxin þrjú tók sérhver nú að reyna,
járnið beitt um jálkamar
jafnan eitt á lofti var.

Meðalkaflann mjúku afli henda,
fimi slíka furða má
fólkið ríka til er sá.

Enginn sveina á því grein má kunna
hvorir léttast leiki geir,
lengi þetta reyndu tveir.

Er það manna og örlaganna dómur
hann að svanna hreppti þann?
Hending banna engin kann.

Vísur: 1. Sigurður Breiðfjörð, 2. höfundur óþekktur
Kvæðamaður: Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi
Stemma: Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi

+ Enn skal reyna að raula eina stöku

Stuðlafall, samhent

Kveðið á plötu hjá Atla

Enn skal reyna að raula eina stöku,
óðinn treina Atla hjá
áður en seinast hvarfla frá.

Kvæðamaður má sér hraða að verki
kveða af blaði bögurnar
brögum raða á plöturnar.

Rödd og hætti ræma ætti saman
hljóð og þætti, þörf eg tel
þjóð sem kætti að geyma vel.

Óð frá glóð, en gleymsku hljóði bjarga
óskar þjóð í anda klökk
Atli góða hafi þökk.

Vísur: Bjarni Jónsson frá Akranesi
Kvæðamaður: Bjarni Jónsson frá Akranesi
Stemma: Bjarni Jónsson frá Akranesi