Úrkast

+ Man ég eina af mjúku hjarta

Úrkast, frumhent

Rímur af Jómsvíkingasögu8. ríma, vísur 4 — 7

Man ég eina af mjúku hjarta
milda í orðum
ennishreina og hárabjarta
hjá mér forðum.

Hvarfla augu hýr og snör um
hvarmabólin
eins og lauguð ljósa spjörum
ljómi sólin.

Hjúpar nefið húðin hvíta
helst að ofan,
lögun hefur netta og nýta
nasastofan.

Hvít og rjóð er reflagná
með roða svinnum
eins og blóð sé brætt í snjá
á báðum kinnum.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Árnessýslu

+ Grimmdar klæddi geirinn meiddi

Úrkast, frumhent

Úlfarsrímur14. ríma, vísur 21 — 24

Grimmdar klæddi geirinn meiddi
gram hinn fróma.
Dreyrinn blæddi, dögling reiddi
dýran skjóma.

Hjörinn stormi Héðins innu,
hræddist fjandi.
Varð að ormi, Óma kvinnu,
í smjúgandi.

Mikill ótti, mörgum þorði
mönnum halda.
Bláröndóttum spriklar sporði
spillir aldar.

Galdra ríki gaursins kraftur
gæfu auður.
Manns í líki æstist aftur
upp á hauður.

Vísur: Árni Böðvarsson
Kvæðamaður: Jóhann Garðar Jóhannsson
Stemma: Úr Breiðafirði. Eggert í Langey

+ Fyrri þreyði þulins knör

Úrkast, frumhent

Fyrri þreyði þulins knör
við þagnar jörðu,
sem að heiði hraða för
á hlýrar gjörðu.

Mest við streita að miðjum degi
meiðar plátu,
fjallið leita, féð samt eigi
fundið gátu.

Þórður stiftar hjalið hreina
hlýra viður:
„Leitum skifta lízt mér reyna
lands um fiður.

Fróns um bungur ferðum haltu,
fleygir skeyta,
Hvamms um tungur skjótast skaltu
Og Skarðið leita.“

Vísur: Benedikt Einarsson læknir
Kvæðamaður: Sigríður Hjálmarsdóttir (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Strandasýslu

+ Úrkast þykir ýmsum vera

Úrkast

Úr Bragaskrá

Úrkast þykir ýmsum vera
úrkast hátta.
Ekki skal eg um það bera
eða þrátta.

Vísa: Björn Bjarnarson
Kvæðamaður: Nanna Bjarnadóttir
Stemma: Bjarni Jónsson frá Akranesi

+ Hefnigjarnir, hrokafullir hæddu lýði

Rímur af Hinriki heilráðaMansöngur 12. rímu

Andans blundi af mér kasta
og yrki bögu,
Ímu þeyrinn andi fast
á efni sögu.

Í sinni röð má sögu skráða
segja merka.
Andstæðurnar er þar ráða
æri sterkar.

Þjóðhöfðingjar þeirra tíma
þráðu Hildi,
höfðu völd og álma ýmu
í æðsta gildi.

Hefnigjarnir, hrokafullir
hæddu lýði,
rændu byggðir, gripum, gulli,
í grimmu stríði.

Víkingshyggjan vóð í svefni
villu og svíma.
Virðast keimlík viðfangsefni
vorra tíma.

Andstætt þessu alþýðan stóð
öllu saman.
Það jók aldrei hennar hróður,
höpp né framann.

Söguhetjan flokk þann fyllti
frækilega,
reiði tryllta rekka stillti
rækilega.

Nauðlíðendur dapra dró
úr dauðans kverkum.
Hamingju til höldum bjó
með happaverkum.

Seggja milli samdi frið
og sætti marga,
vildi rækta réttlætið
en reiði farga.

Sagan okkur sýnir best
hvað sáttfús getur.
Sundurlyndi sigra flest,
hann sóma metur.

Deilu hverja sigrar sá
við samningsborðið.
Sterkara vopnum metast má
þá máttugt orðið.

Ef á friðar vegum væru
valdhafarnir,
sundurlyndis böl ei bæru
bræður svarnir.

Vísur: Guðlaugur Sigurðsson
Kvæðamaður: Guðlaugur Sigurðsson
Stemma: Af óvissum uppruna