Fundir fara fram í Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, 111 Reykjavík
Áhugaverð dagskrá og hugguleg stemming verður á jólafundinum í ár við kertaljós og góðar kaffiveitingar.
Alþýðuskáldin á Íslandi – saga um átök. Þórður Helgason kynnir bók sína. Í þessu metnaðarfulla fræðiriti rekur hann baráttusögu alþýðuskáldanna á Íslandi frá því að skörp skil voru sett milli þeirra leiku og hinna lærðu sem töldu sig hafa öðlast betri smekk á ljóðlist.
Sagnavaka - Atli Freyr Hjaltason, Karl Friðrik Hjaltason, Kári Pálsson og Þorsteinn Björnsson halda erindi um sagnadansa, segja frá tengingu þeirra við Ísland og Norðurlöndin, og verða með tóndæmi. Þeir munu einnig fá fólk með í dans í lok fundar.
Einnig verða gömul íslensk jólalög sungin í samsöng, bragfræðihornið verður í umsjón Ragnars Inga Aðalsteinssonar, litla kvæðamannamótið og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Sigurlínu Davíðsdóttur.
Verið öll hjartanlega velkomin á þessa viðburði og takið endilega með ykkur gesti.
Aðgangur er ókeypis.