Kvæðalagaæfing
Söngskólanum í Reykjavík, á horni Laufásvegs og Bragagötu.
Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
Á kvæðalagaæfingum eru kveðnar og kenndar ýmsar áhugaverðar stemmur við skemmtilegar vísur. Á þessari æfingu verða m.a. kveðnar vísur sem tengjast vorkomunni.
Rósa Jóhannesdóttir, formaður rímnalaganefndar hefur umsjón með æfingunni.
Segulbönd Iðunnar er úrvals tækifæris- fermingar- og útskriftargjöf. Fæst fyrir aðeins 5.000 kr á öllum viðburðum Iðunnar, og einnig hjá rosa.thorsteinsdottir (hjá) arnastofnun.is
Félagsfundur
.Í sal Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, 111 Reykjavík
Dagskrá fundarins er áhugaverð
Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, flytur erindi sem fjallar um hlutverk kveðskapar í fornaldarsögum Norðurlanda.
Skoska söngkonan Josie Gaitens flytur þjóðlög frá heimalandi sínu.
Bára Grímsdóttir kveður vísur úr bókinni Fuglar á Fróni, eftir Alfreð Guðmundsson.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson setur á sig bragfræðihornin í Bragfræðihorninu.
Einnig verða fastir liðir, samkveðskapur í umsjón rímnalaganefndar, litla hagyrðingamótið og afli Skáldu í umsjón Sigurlínu Davíðsdóttur.
Ekki gleyma: Segulbönd Iðunnar er úrvals tækifæris- fermingar- og útskriftargjöf. Fæst fyrir aðeins 5.000 kr á öllum viðburðum Iðunnar og einnig hjá - rosa.thorsteinsdottir (hjá) arnastofnun.is
Söngvaka
ATH AÐ SÖNGVAKA ER er að þessu sinni viku fyrr er venjulega, svo hún lendi ekki í dymbilviku.
Söngskólanum í Reykjavík, Laufásvegi 49, 101 Reykjavík, á horni Laufásvegs og Bragagötu.
Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
English below
Á söngvöku eru sungnar ýmsar gerðir af íslenskum þjóðlögum sem finna má m.a. á vefnum ismus.is og í safni Bjarna Þorsteinsonar og kvæðalög úr safni Iðunnar, t.d. kvæðalög, tvísöngslög og söngdansar. Löginn eru kennd eftir eyranu.
Umsjón hafa Chris Foster.
Verið hjartanlega velkomin. Aðgangur ókeypis.
Við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.
Ekki gleyma: Segulbönd Iðunnar er úrvals tækifæris- fermingar- og útskriftargjöf. Fæst fyrir aðeins 5.000 kr á öllum viðburðum Iðunnar, og einnig hjá rosa.thorsteinsdottir (hjá) arnastofnun.is
English
Söngvaka is a monthly singing session where we learn and sing various kinds of Icelandic traditional folk songs, from sources such as the extensive online archive at ismus.is, Bjarni Þorsteinsson's 'Íslensk þjóðlög' book and the archive of Kvæðamannafélagið Iðunn. Come and sing traditional Icelandic kvæðalög, tvísöngslög (2 part harmony) and söngdansar (dance ballads). The session is hosted in Icelandic and English. We learn songs by ear, but also have notation and texts written down for people who find them useful.
This month's workshop will be hosted by Chris Foster.
Everyone is most welcome. Admission is free. Bring a friend.
Enter the building via the back door, which is in the corner of the car park that you enter from Bragagata.
Aðalfundur og Félagsfundur
AÐALFUNDUR kl. 20:00 – 21:05
Hlé
FÉLAGSFUNDUR kl. 21:25– 22:30
Dagskrá félagsfundarins eftir aðalfundinn og hlé:
Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, mun spjalla um rannsóknir á því hvernig dýr birtast í alþýðuhefðum og þá sérstaklega í alþýðufrásögnum um bjarndýr. Þar eru meðal annars skoðaðar frásagnaraðferðir sem sagnaþulir nota við lýsingar á líkamshegðun, hugsunum og tilfinningum bjarndýra. Síendurteknar hugmyndir um náttúrulega- og yfirnáttúrulega eiginleika koma við sögu sem og það hvernig sú merking sem menn gefa hvítabjörnum hefur frá fornu fari tekið breytingum. Tekin verða dæmi úr Hrólfs sögu Kraka, Bjarkarímum og af íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Þá væri gaman að taka spjall, og kannski einhverjar stemmur um dýr í kveðskap.
Enski söngvarinn og gítarleikarinn Chris Foster flytur þjóðlög frá heimalandi sínu.
Einnig verða fastir liðir, samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur, litla hagyrðingamótið og afli Skáldu í umsjón Sigurlínu Davíðsdóttur.
Söngvaka
English below
Á söngvöku eru sungnar ýmsar gerðir af íslenskum þjóðlögum sem finna má m.a. á vefnum ismus.is og í safni Bjarna Þorsteinsonar og kvæðalög úr safni Iðunnar, t.d. kvæðalög, tvísöngslög og söngdansar. Lögin eru kennd eftir eyranu.
Umsjón hefur Chris Foster formaður þjóðlaganefndar Iðunnar.
Verið hjartanlega velkomin. Aðgangur ókeypis.
Við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.
Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
English
Söngvaka is a monthly singing session where we learn and sing various kinds of Icelandic traditional folk songs, from sources such as the extensive online archive at ismus.is, Bjarni Þorsteinsson's 'Íslensk þjóðlög' book and the archive of Kvæðamannafélagið Iðunn. Come and sing traditional Icelandic kvæðalög, tvísöngslög (2 part harmony) and söngdansar (dance ballads). The session is hosted in Icelandic and English. We learn songs by ear, but also have notation and texts written down for people who find them useful.
This month's workshop will be hosted by Chris Foster.
Everyone is most welcome. Admission is free. Bring a friend.
Enter the building via the back door, which is in the corner of the car park that you enter from Bragagata.
Safnanótt
Fundur og dagskrá Kvæðamannafélagsins Iðunnar
á Safnanótt föstudaginn 7. febrúar í Þjóðminjasafni Íslands
ATHUGIÐ að áður auglýst tímasetning hefur breyst!!!!!
Kl. 18:30 hefst stuttur félagsfundur í fyrirlestrarsalnum 1. hæð til hægri og lýkur kl.18:55, opnað verður inn í salinn kl. 18:15.
Síðan hefst dagskráin kl. 19:00 uppi á 3. hæð safnsins við baðstofuna og verður samfelld til kl. 22:00.
Kynnir Bára Grímsdóttir
19:00 Langspilsleikur – Chris Foster
19:10 Kveðum saman ungir sem aldnir – Rósa Jóhannesdóttir kennir og leiðir.
19:40 Litla hagyrðingamótið – Sigurlína Davíðsdóttir
19:50 Söngur og kveðskapur -–Tríó Zimsen
20:05 Ljóðalestur – Sigurlín Hermannsdóttir flytur frumsamin ljóð
20:15 Sagnaþulurinn Rósa Þorsteinsdóttir segir ævintýri
20:25 Kvæðakonan Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
20:35 Vísnahornið – Ragnar Ingi Aðalsteinsson flytur gamanvísur
20:45 Tvísöngur – Þorsteinn Björnsson og Karl Hjaltason
21:00 Ljóðalestur – Sigrún Hákonardóttir flytur frumsamin ljóð
21:10 Kveðskapur og ljóðalestur – Gunnar Straumland flytur frumsamin ljóð og vísur
21:20 Kvæðakórinn – stjórnandi Bjarni Karlsson
21:30 Sagnadans – Atli Freyr Hjaltason leiðir alla í dansinn
22:00 Dagskrárlok
Söngvaka
English below
Á söngvöku eru sungnar ýmsar gerðir af íslenskum þjóðlögum sem finna má m.a. á vefnum ismus.is og í safni Bjarna Þorsteinsonar og kvæðalög úr safni Iðunnar, t.d. kvæðalög, tvísöngslög og söngdansar. Lögin eru kennd eftir eyranu.
Umsjón hafa Þorsteinn Björnsson og Chris Foster.
Verið hjartanlega velkomin. Aðgangur ókeypis.
Við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.
Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
English
Söngvaka is a monthly singing session where we learn and sing various kinds of Icelandic traditional folk songs, from sources such as the extensive online archive at ismus.is, Bjarni Þorsteinsson's 'Íslensk þjóðlög' book and the archive of Kvæðamannafélagið Iðunn. Come and sing traditional Icelandic kvæðalög, tvísöngslög (2 part harmony) and söngdansar (dance ballads). The session is hosted in Icelandic and English. We learn songs by ear, but also have notation and texts written down for people who find them useful.
This month's workshop will be hosted by Þorsteinn Björnsson and Chris Foster.
Everyone is most welcome. Admission is free. Bring a friend.
Enter the building via the back door, which is in the corner of the car park that you enter from Bragagata.
Félagsfundur
Dagskrá fundarins er afar áhugaverð:
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og forseti Alþingis mun spjalla um bók sína Fólk og flakk, sagnakvöld af baksviði stjórnmálanna, á léttum nótum. Í bókinni er meðal annars að finna Alþingistengdan hagyrðingabálk með sýnishorni af kveðskap þingmanna. Þá er einnig fjallað um sögumenn og hagyrðinga eins og Stefán Jónsson alþingismann og fréttamann og Jakobínu og Starra í Garði. Hestamenn og hagyrðingar eins og Pétur Pétursson læknir og Jóhannes á Gunnarsstöðum, bróðir Steingríms, koma við sögu í bókinni og þannig mætti áfram telja. Bókin dregur upp mynd af umhverfi og aðstæðum stjórnmálanna fyrir hartnær hálfri öld, kryddað er með gamansögum af framboðsfundum og ferðalögum. Hvað fær að fljóta með í stuttu erindi verður að koma i ljós.
Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, mun spjalla um rannsóknir á því hvernig dýr birtast í alþýðuhefðum og þá sérstaklega í alþýðufrásögnum um bjarndýr. Þar eru meðal annars skoðaðar frásagnaraðferðir sem sagnaþulir nota við lýsingar á líkamshegðun, hugsunum og tilfinningum bjarndýra. Síendurteknar hugmyndir um náttúrulega og yfirnáttúrulega eiginleika koma við sögu sem og það hvernig sú merking sem menn gefa hvítabjörnum hefur frá fornu fari tekið breytingum. Tekin verða dæmi úr Hrólfs sögu Kraka, Bjarkarímum og af íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Þá væri gaman að taka spjall, og kannski einhverjar stemmur og vísur um dýr í kveðskap.
Þau Kristín Lárusdóttir sellóleikari og skáldið Anton Helgi Jónsson flytja ljóða- og tónlistaratriði sem kallast Jónas á tímum loftslagsbreytinga. Það byggist á kvæðum sem skáldið orti út frá kvæðaflokki Jónasar Hallgrímssonar Annes og eyjar og undir sama bragarhætti. Kristín fléttar táknrænum tónum og hljóðum kringum rödd Antons og bæði kallast þau á við hefðina um leið og þau líta til framtíðar.
Ingimar Halldórsson kvæðamaður flytur vel valdar vísur við áhugaverðar stemmur eins og honum er einum lagið.
Einnig verða fastir liðir, samkveðskapur í umsjón Iðunnar Helgu og Grétu Petrínu Zimsen, litla hagyrðingamótið og afli Skáldu í umsjón Sigurlínu Davíðsdóttur.
Kvæðalagaæfing
Á kvæðalagaæfingum eru kveðnar og kenndar ýmsar áhugaverðar stemmur við skemmtilegar vísur. Á þessari æfingu verða kveðnar vísur sem tengjast vetrinum, nýárinu og álfum. Rósa Jóhannesdóttir, formaður rímnalaganefndar hefur umsjón með æfingunni.
FÉLAGSFUNDUR
Í sal Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, 111 Reykjavík
Dagskrá fundarins verður fjölbreytt og áhugaverð og tengist einnig jólum.
Gerður Kristný flytur ljóð úr nýjustu ljóðabók sinni Jarðljós.
‘Jólaboð hjá heiðurshjónum’;. Margrét Gunnarsdóttir sagnfræðingur flytur erindi um jólahald á heimili Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Kaupmannahöfn.
Sigrún Erla Hákonardóttir flytur frumsamin ljóð úr nýrri ljóðabók er nefnist Hljóð.
Grímstungusystur, þær Bára og Guðrún Sesselja Grímsdætur kveða tvísöngsstemmur við vísur eftir ömmu sína, Péturínu Jóhannsdóttur og Grím Lárusson föður sinn.
Bragfræðihornið – Ragnar Ingi Aðalsteinsson fjallar um bragfræði á léttum nótum.
Einnig verða fastir liðir, samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur, litla
hagyrðingamótið og afli Skáldu í umsjón Sigurlínu Davíðsdóttur.
1. des hátíð á Árbæjarsafni - syngjum og dönsum
Kvæðamannafélagið Iðunnar haldnar Kvæðalagaæfing og söngvaka á
Árbæjarsafni, Kistuhylur 110, 110 Reykjavík.
Fögnum saman fullveldisdeginum 1. des á Árbæjarsafni! Frítt inn og öll velkomin!
Gestum gefst færi á að kynnast gömlu dönsunum, handverki, harmonikum, kveðskap, þjóðbúningum, þjóðdönsum, þjóðlögum og þeim menningararfi sem iðkaður er af félögunum sem að viðburðinum koma auk þess að kynnast starfi félaganna. Á viðburðinum verða skemmtileg örnámskeið og kynningar þar sem hægt verður að læra grunnsporin í þjóðdönsum, kvæðalög og fleira.
Í tilefni dagsins hvetjum við gesti til að mæta á þjóðbúning, en hægt verður að fá ráðgjöf varðandi búninganotkun og hvernig koma megi eldri búningum í notkun.
Eftirfarandi félög standa að viðburðinum ásamt Árbæjarsafni.
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík
Heimilisiðnaðarfélag Íslands
Kvæðamannafélagið Iðunn
Þjóðdansafélag Reykjavíkur
Gagnlegar upplýsingar:
Aðgengi: Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir malarstígar. Inn í flest húsin er gengið upp eitt þrep eða yfir þröskuld. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið.
Strætisvagnar: Næsta stoppistöð heitir Árbæjarsafn (1 mín. gangur). Aðrar nálægar stoppistöðvar heita Laxakvísl og Fagribær (5-6 mín. gangur).
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við inngang safnsins. Öll bílastæði eru ókeypis.
///
Celebrate Sovereign Day at Árbær Open Air Museum!
On December 1st, Iceland marks its Sovereign Day, and Árbær Open Air Museum invites you to join the festivities! Admission is free, and everyone is welcome!
Experience a vibrant showcase of Icelandic culture with traditional dances, handicrafts, accordion music, poetry, national costumes, folk songs, and live demonstrations of the nation’s rich heritage. Micro-courses and presentations will also be offered for those eager to learn more.
Dress the part! Guests are encouraged to wear national costumes to enhance the festive atmosphere.
Enjoy performances and activities by esteemed cultural organizations, including:
The Accordion Enthusiast Club of Reykjavík
The Icelandic Handicraft Association
The Rímur Singers Society
The Reykjavík Folk Dance Association
Practical Information
Accessibility: The museum’s footpaths are mainly gravel. Many historic houses have steps and thresholds. Service dogs are welcome.
Public Transport:
Nearest bus stop: Árbæjarsafn (1-minute walk).
Other stops: Laxakvísl and Fagribær (5–6 minutes away).
Parking: Free parking, including blue-badge parking spots opposite the entrance, is available.
SÖNGVAKA
SÖNGVAKA
English below
Á söngvöku eru sungnar ýmsar gerðir af íslenskum þjóðlögum sem finna má m.a. á vefnum ismus.is og í safni Bjarna Þorsteinsonar og kvæðalög úr safni Iðunnar, t.d. kvæðalög, tvísöngslög og söngdansar. Löginn eru kennd eftir eyranu.
Umsjón hafa Chris Foster og Þorsteinn Björnsson.
Verið hjartanlega velkomin. Aðgangur ókeypis. Við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.
Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
English
Söngvaka is a monthly singing session where we learn and sing various kinds of Icelandic traditional folk songs, from sources such as the extensive online archive at ismus.is, Bjarni Þorsteinsson's 'Íslensk þjóðlög' book and the archive of Kvæðamannafélagið Iðunn. Come and sing traditional Icelandic kvæðalög, tvísöngslög (2 part harmony) and söngdansar (dance ballads). The session is hosted in Icelandic and English. We learn songs by ear, but also have notation and texts written down for people who find them useful.
This month's workshop will be hosted by Þorsteinn Björnsson and Chris Foster.
Everyone is most welcome. Admission is free. Bring a friend.
Enter the building via the back door, which is in the corner of the car park that you enter from Bragagata.
SÖNGVAKA
Á Söngvöku eru sungnar ýmsar gerðir af íslenskum þjóðlögum sem finna má m.a. á vefnum ismus.is, og í safni Bjarna Þorsteinsonar og kvæðalög úr safni Iðunnar.
Umsjón hefur Chris Foster formaður þjóðlaganefndar Iðunnar.
Verið hjartanlega velkomin á alla þessa viðburði og við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.
Söngvaka er í Söngskólanum í Reykjavík, Laufásvegi 49, á horni Laufásvegs og Bragagötu. Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
FÉLAGSFUNDUR
Á þessum fyrsta fundi vetrarins verður margt skemmtilegt og áhugavert á dagskrá:
Haustferð Iðunnar rifjuð upp í bundnu og óbundnu máli. Umsjón Sigurlín Hermannsdóttir og Magnea Einarsdóttir
Njáll Sigurðsson – kvæðamaður, fræðimaður og Iðunnarfélagi í marga áratugi og heiðursfélagi lést í sumar. Bára Grímsdóttir mun segja frá kynnum sínum við hann og ferli hans tengdu Iðunni, en hann vann fjölmörg ábyrgðarstörf fyrir félagið í áranna rás. Leikin verða m.a. hljóðrit af kveðskap hans og söng frá tónleikum í franska útvarpinu 1988.
Ólafur frá Söndum. Árni Heimir Ingólfsson kynnir nýútgefna bók.
Valdimar Tómasson flytur ljóð úr nýjustu ljóðabók sinni Söngvar til sársaukans.
Dótarímur - Rósa Jóhannesdóttir og fjölskylda flytja brot úr glænýjum rímnaflokki eftir Þórarinn Eldjárn.
Einnig verða fastir liðir, samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur, litla hagyrðingamótið og afli Skáldu í umsjón Sigurlínu Davíðsdóttur.
KVÆÐALAGAÆFING
Á kvæðalagaæfingum eru kveðnar og kenndar ýmsar áhugaverðar stemmur og á þessari æfingu verða kveðnar haustvísur úr safni Iðunnar og stemmur m.a. úr Kjós, Kjalarnesi og Akranesi.
Æfingarnar eru bæði fyrir börn og fullorðna.
Rósa Jóhannesdóttur formaður rímnalaganefndar Iðunnar hefur umsjón með æfingunni.
Æfingin er í Söngskólanum í Reykjavík, Laufásvegi 49, á horni Laufásvegs og Bragagötu. Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
Dagur rímnalagsins
14:00 Málþing - Rímur á öllum tímum
Kvæðamannafélagið Iðunn í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Dagskrá :
Þorsteinn Björnsson: Mansöngvar í rímum fyrir 1600
Eva María Jónsdóttir: Rímur detta úr tísku
Margrét Eggertsdóttir: „Kæt þig maður og kvinnan fín með kvæða skvaldri“
Katelin M. Parsons: Vitum við nóg um rímur á 20. öld?
Ragnar Ingi Aðalsteinsson: Nýjar rímur
Málstofustjóri: Kristinn H. M. Schram
17:00 Tónleikar - Nýjar rímur
Fluttir verða glænýir rímnaflokkar
Umferðin í Reykjavík - höf. Sigrún Haraldsdóttir. Ingimar Halldórsson kveður
Rímum af Láka jarðálfi (brot) - höf. Bjarki Karlsson. Bára Grímsdóttir kveður
Rímur af kvíaflóttanum mikla - höf. Gunnar J. Straumland. Höfundur kveður
Forsetakosningar - höf. Sigurlín Hermannsdóttir. Ásta Sigríður Arnardóttir kveður
Vaka þjóðlistahátíð - barna- og fjöslkyldutónleikar
Vaka þjóðlistahátíð fer fram 13.–15. september í Reykjavík. Þriggja daga þjóðlistahátíð sem samanstendur af tónlist, dansi, vinnustofum og matarveislu.
Hátíðin verður sett þann 13. september í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14.
Þar mun Kvæðabarnafjelag Laufásborgar koma fram og kveða, einnig Tríó Zimsen og Rósa Jóhannesdóttir og Helgi Zimsen en þau munu flytja Dótarímur eftir Þórarin Eldjárn. Um kvöldið verða tónleikar í Fríkirkjunni kl. 19.30 með okkar fremsta þjóðlagatónlistarfólki. Eftir tónleikana heldur gleðin áfram á Ægi bar með samspili og “jam session” sem er öllum opin.
Laugardagurinn er helgaður vinnustofum af ýmsu tagi og endar á glæsilegri tónlistar-, dans- og matarveislu í Iðnó. Valkyrjan mun töfra fram sínar gómsætu, matarmiklu súpur ásamt brauði og salötum.
Heiðmörk
Nánari tímasetning auglýst síðar.
Farið verður í skógarlund Kvæðamannafélagsins Iðunnar við Grunnuvötn.
Verið hjartanlega velkomin á alla þessa viðburði og við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.
Kvæðalagaæfing - barna og fjölskylduæfing
Barna og fjölskylduæfing í Söngskólanum í Reykjavík, Laufásvegi 49, á horni Laufásvegs og Bragagötu.
Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
Á þessari kvæðalagaæfingu verða kennd kvæðalög úr safni Iðunnar og fleira, við vísur sem höfða vel til barna.
Rósa Jóhannesdóttur formaður rímnanefndar Iðunnar hefur umsjón með æfingunni.
Verið hjartanlega velkomin á alla þessa viðburði og við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.
Félagsfundur Iðunnar
í Hraunbergi 2, í sal Tónskóla Sigursveins
Á dagskrá verður m.a. Guðjón Ragnar Jónasson, hann mun kynna á bókina Forystufé og fólkið í landinu. hann og Daníel Hanssen eru höfundar bókarinnar.
Fastir liðir: bragfræðihornið í umsjón Ragnars Inga Aðalsteinssonar, samkveðskapur og litla kvæðamannamótið í umsjón Rósu Jóhannesdóttur, einnig litla hagyrðingamótið og afli Skáldu í umsjón Sigurlínar Davíðsdóttur.
Verið hjartanlega velkomin á alla þessa viðburði og við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.
SÖNGVAKA
í Söngskólanum í Reykjavík, Laufásvegi 49, á horni Laufásvegs og Bragagötu.
Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
English below
Á söngvöku eru sungnar ýmsar gerðir af íslenskum þjóðlögum sem finna má m.a. á vefnum ismus.is og í safni Bjarna Þorsteinsonar og kvæðalög úr safni Iðunnar, t.d. kvæðalög, tvísöngslög og söngdansar.
Í þessum mánuði ætlum við að syngja tvísöngslög þar sem við syngjum samhliða fimmtu. Tvö aðallög verða Vorið langt og Tvenn er tíðin daga' og nátta. Íslensk Þjóðlög á bls 777 og 783 (https://baekur.is/.../ad254f9e-57c0-440b.../0/20/Islenzk...)
Löginn eru kennd eftir eyranu.
Umsjón hafa Þorsteinn Björnsson og Chris Foster.
Verið hjartanlega velkomin. Aðgangur ókeypis.
Við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.
Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
English
Söngvaka is a monthly singing session where we learn and sing various kinds of Icelandic traditional folk songs, from sources such as the extensive online archive at ismus.is, Bjarni Þorsteinsson's 'Íslensk þjóðlög' book and the archive of Kvæðamannafélagið Iðunn.
This month we will be singing tvísöngslög (2 part harmony) where we sing in parallel fifths. The two main songs will be Vorið langt and Tvenn er tíðin daga' og nátta. They are in Bjarni Þorsteinsson's 'Íslensk þjóðlög' on pages 777 and 783 (https://baekur.is/.../ad254f9e-57c0-440b.../0/20/Islenzk...)
The session is hosted in Icelandic and English. We learn songs by ear, but also have notation and texts written down for people who find them useful.
This month's workshop will be hosted by Þorsteinn Björnsson and Chris Foster.
Everyone is most welcome. Admission is free. Bring a friend.
Enter the building via the back door, which is in the corner of the car park that you enter from Bragagata.
Félagsfundur Iðunnar
Gabe Dunsmith og Joaquín Muñoz-Cobo syngja og leika bandarísk þjóðlög á fjallalangspil (mountain dulcimer) og fiðlu.
Ingimars Halldórsson kveður vel valdar vísur.
Sigurður Sigurðarson dýralæknir, hagyrðingur og lagahöfundur kynna nýútkomna bók sína Ljóð og lög Sigurðar dýralæknis.
Bragfræðihornið – Ragnar Ingi Aðalsteinsson fjallar um bragfræði á léttum nótum.
Einnig verða fastir liðir, samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur, litla hagyrðingamótið og afli Skáldu í umsjón Sigurlínu Davíðsdóttur. Á dagskrá verður meðal annars
Verið hjartanlega velkomin á alla þessa viðburði og við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.
Kvæðalagaæfing
í Söngskólanum í Reykjavík, Laufásvegi 49, á horni Laufásvegs og Bragagötu.
Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
Á kvæðalagaæfingum eru kveðnar og kenndar ýmsar áhugaverðar stemmur.
Æfingarnar eru opnar bæði fyrir börn og fullorðna.
Rósa Jóhannesdóttur formaður rímnanefndar Iðunnar hefur umsjón með æfingunni.
Aðgangur ókeypis.
Verið hjartanlega velkomin á alla þessa viðburði og við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.
Söngvaka
í Söngskólanum í Reykjavík, Laufásvegi 49, á horni Laufásvegar og Bragagötu.
Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
English below
Tilgangur Söngvöku er að finna og syngja lög úr ýmsum Íslenskum söfnum. Á Söngvökum er sungin tvísöngslög, sagnadansar og fleiri lög, til dæmis úr hljóðritum á ismus.is og úr þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar.
Umsjón hafa Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur og Chris Foster, formaður þjóðlaganefndar Iðunnar.
Aðgangur ókeypis.
Verið hjartanlega velkomin á alla þessa viðburði og við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.
English
Söngvaka is a monthly singing session where we learn and sing various kinds of Icelandic traditional folk songs. Come and sing traditional Icelandic kvæðalög, tvísöngslög (2 part harmony) and söngdansar (dance ballads).
The session is hosted in Icelandic and English. We learn songs by ear, but also have notation and texts written down for people who find them useful.
This month's workshop will be hosted by Rósa Þorsteinsdóttir and Chris Foster.
Everyone is most welcome. Admission is free. Bring a friend.
Enter the building via the back door, which is in the corner of the car park that you enter from Bragagata.
Aðalfundur Kvæðamannafélagsins Iðunnar
Sal Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, 111 Reykjavík
Venjuleg aðalfundarstörf.
4. gr. í lögum Kvæðamannafélagsins Iðunnar fjallar um aðalfund, þar segir:
Aðalfund skal halda eigi síðar en 31. mars ár hvert nema sérstakar ástæður banni. Skal hann boðaður með minnst viku fyrirvara og telst löglegur, ef löglega er til hans boðað.
Stjórn og nefndir skulu kosnar til eins árs í senn, og skal kosning vera skrifleg, þegar fleiri eru í framboði en kjósa skal.
Í öllum kosningum og atkvæðagreiðslum ræður einfaldur meirihluti atkvæða.
Fastir dagskrárliðir aðalfundar skulu vera:
1. Skýrsla formanns.
2. Skýrsla féhirðis.
3. Skýrslur nefnda.
4. Ákvörðun árstillags.
5. Lagabreytingar..
6. Kosningar:
a) Kosning formanns.
b) Kosning varaformanns.
c) Kosning þriggja annarra stjórnarmanna.
d) Kosning þriggja varamanna í stjórn.
e) Kosning formanns rímnalaganefndar.
f) Kosning formanns vísnanefndar.
g) Kosning formanns þjóðlaganefndar.
h) Kosning formanna annarra nefnda.
i) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og
tveggja til vara
7. Önnur mál.
Allir stjórnar-, varastjórnar- sem og skoðunarmenn reikninga gefa kost á sér áfram.
Það vantar varaskoðunarmann vegna fráfall Björns S. Stefánssonar, einnig formann ferðanefndar. Aðrir nefndarmenn gefa kost á sér áfram.
Líst er eftir framboðum.
Félagsfundur Iðunnar verður haldinn í framhaldi af aðalfundi. Dagskrá hans og aðrir viðburðir Iðunnar í mars verða auglýstir síðar.
Kvæðalagaæfing
Á kvæðalagaæfingum eru kveðnar og kenndar ýmsar áhugaverðar stemmur.
Æfingarnar eru opnar bæði fyrir börn og fullorðna.
Rósa Jóhannesdóttir hafa umsjón með æfingunni að þessu sinni.
í Söngskólanum í Reykjavík, Laufásvegi 49, á horni Laufásvegs og Bragagötu.
Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
Aðgangur ókeypis.
Verið hjartanlega velkomin á alla þessa viðburði og við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.
SÖNGVAKA
Í Söngskólanum í Reykjavík, Laufásvegi 49, á horni Laufásvegar og Bragagötu.
Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
English below
Á söngvöku eru sungnar ýmsar gerðir af íslenskum þjóðlögum, til dæmis tvísöngslög, kvæðalög og söngdansar, sem finna má m.a. á vefnum ismus.is, og í safni Bjarna Þorsteinsonar og kvæðalög úr safni Iðunnar.
Umsjón hafa Þorsteinn Björnsson og Chris Foster.
Aðgangur ókeypis.
Verið hjartanlega velkomin á alla þessa viðburði og við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.
Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
English
Söngvaka is a monthly singing session where we learn and sing various kinds of Icelandic traditional folk songs. Come and sing traditional Icelandic kvæðalög, tvísöngslög (2 part harmony) and söngdansar (dance ballads).
The session is hosted in Icelandic and English. We learn songs by ear, but also have notation and texts written down for people who find them useful.
This month's workshop will be hosted by Þorsteinn Björnsson and Chris Foster.
Everyone is most welcome. Admission is free. Bring a friend.
Enter the building via the back door, which is in the corner of the car park that you enter from Bragagata.
Safnanótt - Kvöldvaka við baðstofuna með kvæðamannafélaginu Iðunni
Öldum saman styttu Íslendingar sér stundir við vinnu sína á kvöldin í baðstofunni með ýmis konar skemmtun, afþreyingu og fræðslu. Á meðan heimilisfólk sat á rúmstokknum með verk í hönd tók eitthvert þeirra að sér að kveða, segja sögu eða lesa upp úr gömlum eða nýjum ritum hinum til skemmtunar.
Á Safnanótt býðst gestum Þjóðminjasafnsins að hverfa aftur á 19. öld, setjast á bekk með kamba eða snældu í hönd, og upplifa kvöldvöku þar sem félagsfólk Kvæðamannafélagsins Iðunnar sér um afþreyinguna. Dagskráin verður milli kl. 18:00 og 21:00 og hefst með kvæðalagaæfingu þar sem ungum sem öldnum verður kennt að kveða nokkar stemmur við vísur sem höfða til barna. Síðan verður dagskráin óslitin og afar fjölbreytt því allan tímann tekur eitt við af öðru, svo sem ýmiss konar kveðskapur, rímur og vísur, fluttar af kvæðamönnum og -konum, einnig börnum, sagnaþulur segir sögu, vísur og kvæði lesin upp, langspilsleikur, söngur, lítið hagyrðingamót þar sem þrír hagyrðingar flytja frumsamdar vísur með ákveðnu þema og sagnadans (víkivakadans/hringdans).
Dagskráin:
Kl. 18:00 Kvæðalagaæfing fyrir unga sem aldna. Kennd verða kvæðalög úr safni Iðunnar og fleira, við vísur sem höfða vel til barna. Umsjón hefur Rósa Jóhannesdóttir.
Kl. 18:45 Sagnakonan Rósa Þorsteinsdóttir segir sögu.
Kl. 19:00 Kveðskapur. Bára Grímsdóttir kveður nokkrar skemmtilegar vísur fyrir börn.
Kl. 19:10 Tríó Zimsen syngja og kveða af sinni rómuðu list. Tríóið skipa börnin Iðunn. Helga, Gréta Petrína og Jóhannes Jökull Zimsen.
Kl. 19:20 Ljóðaflutningur. Valdimar Tómassonn flytur frumsanin ljóð.
Kl. 19:25 Langspilsleikur. Chris Foster og Bára Grímsdóttir leika á langspil og syngja.
Kl. 19:35 Kveðskapur. Ásta Sigríður Arnardóttir kveður nokkar vísur..
Kl. 19:45 Litla hagyrðingamótið. Þrír hagyrðingar flytja frumsamdar vísur.
Kl. 19:50 Tvísöngvar. Linus Orri Gunnarsson Cederborg og Chris Foster flytja.
Kl. 19:55 Ljóðaflutningur og kveðskapur. Gunnar Straumland flytur frumsamin ljóð.
Kl. 20:05 Kveðskapur. Linus Orri Gunnarsson Cederborg kveður vel valdar vísur.
Kl. 20:15 Ljóðaflutningur. Sigurlín Hermannsdóttir flytur frumsamin ljóði.
Kl. 20:25 Kvæðakórinn flytur kvæðalög. Stjórnandi Linus Orri Gunnarsson Cederborg.
Kl. 20:35 Sagnadans. Atli Freyr Hjartarson leiðir alla í söng og dans.
Man ég bjarta bæinn minn frá bernskudögum,
þar sem rjáfrið söng af sögum,
sónargaldri, rímnalögum.
Pabbi sjálfur sat þar oft við sagnalestur.
Þróttur kvæða þótti mestur
þegar skemmti næturgestur.
Vísur: Steinn Sigurðsson
Kvæðamannafélagið Iðunn er stofnað þann 15. september árið 1929. Tilgangur félagsins er að æfa kveðskap og safna rímnalögum (íslenskum stemmum) og alþýðuvísum, fornum og nýjum. Jafnframt sinnir félagið fræðslu- og kynningarstarfi um þjóðlög og alþýðutónlist. Núverandi formaður félagsins er Bára Grímsdóttir.
SÖNGVAKA
í Söngskólanum í Reykjavík, Laufásvegi 49, á horni Laufásvegar og Bragagötu.
Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
English below
Á söngvöku eru sungnar ýmsar gerðir af íslenskum þjóðlögum sem finna má m.a. á vefnum ismus.is, og í safni Bjarna Þorsteinsonar og kvæðalög úr safni Iðunnar.
Umsjón hafa Rósa Þorsteinsdóttir og Chris Foster.
Aðgangur ókeypis.
Verið hjartanlega velkomin á alla þessa viðburði og við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.
English
Söngvaka is a monthly singing session where we learn and sing various kinds of Icelandic traditional folk songs. Come and sing traditional Icelandic kvæðalög, tvísöngslög (2 part harmony) and söngdansar (dance ballads).
The session is hosted in Icelandic and English. We learn songs by ear, but also have notation and texts written down for people who find them useful.
This month's workshop will be hosted by Bára Grímsdóttir and Chris Foster.
Everyone is most welcome. Admission is free. Bring a friend.
Enter the building via the back door, which is in the corner of the car park that you enter from Bragagata.
Fundur
Fjölbreytt skemmtidagskrá, m.a.:
Þorsteinn Björnsson flytur erindi um vikivakakvæði.
Rósa Þorsteinsdóttir segir frá þjóðfræðisafni Árnastofnunar og hljóðritum Iðunnar sem þar eru varðveitt.
Valdimar Tómasson skáld flytur frumsamin kvæði.
Bára Grímsdóttir kveður nokkra mansöngva úr þriðja bindi Sýnisbókar íslenskra rímna, sem Sir William A. Craigie tók saman.
Fastir liðir: bragfræðihornið í umsjón Ragnars Inga Aðalsteinssonar, samkveðskapur í umsjón Báru Grímsdóttur, einnig litla hagyrðingamótið og afli Skáldu í umsjón Sigurlínu Davíðsdóttur.
Verið hjartanlega velkomin á alla þessa viðburði og við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.