Back to All Events

Vaka þjóðlistahátíð - barna- og fjöslkyldutónleikar

Vaka þjóðlistahátíð fer fram 13.–15. september í Reykjavík. Þriggja daga þjóðlistahátíð sem samanstendur af tónlist, dansi, vinnustofum og matarveislu.

Hátíðin verður sett þann 13. september í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14.
Þar mun Kvæðabarnafjelag Laufásborgar koma fram og kveða, einnig Tríó Zimsen og Rósa Jóhannesdóttir og Helgi Zimsen en þau munu flytja Dótarímur eftir Þórarin Eldjárn. Um kvöldið verða tónleikar í Fríkirkjunni kl. 19.30 með okkar fremsta þjóðlagatónlistarfólki. Eftir tónleikana heldur gleðin áfram á Ægi bar með samspili og “jam session” sem er öllum opin.

Laugardagurinn er helgaður vinnustofum af ýmsu tagi og endar á glæsilegri tónlistar-, dans- og matarveislu í Iðnó. Valkyrjan mun töfra fram sínar gómsætu, matarmiklu súpur ásamt brauði og salötum.

Previous
Previous
August 31

Haustferðin

Next
Next
September 15

Dagur rímnalagsins