Á þessum fyrsta fundi vetrarins verður margt skemmtilegt og áhugavert á dagskrá:
Haustferð Iðunnar rifjuð upp í bundnu og óbundnu máli. Umsjón Sigurlín Hermannsdóttir og Magnea Einarsdóttir
Njáll Sigurðsson – kvæðamaður, fræðimaður og Iðunnarfélagi í marga áratugi og heiðursfélagi lést í sumar. Bára Grímsdóttir mun segja frá kynnum sínum við hann og ferli hans tengdu Iðunni, en hann vann fjölmörg ábyrgðarstörf fyrir félagið í áranna rás. Leikin verða m.a. hljóðrit af kveðskap hans og söng frá tónleikum í franska útvarpinu 1988.
Ólafur frá Söndum. Árni Heimir Ingólfsson kynnir nýútgefna bók.
Valdimar Tómasson flytur ljóð úr nýjustu ljóðabók sinni Söngvar til sársaukans.
Dótarímur - Rósa Jóhannesdóttir og fjölskylda flytja brot úr glænýjum rímnaflokki eftir Þórarinn Eldjárn.
Einnig verða fastir liðir, samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur, litla hagyrðingamótið og afli Skáldu í umsjón Sigurlínu Davíðsdóttur.